Fara í efni

Stýrihópur skoðar leiðir til einfaldara starfsumhverfis ferðaþjónustunnar

©arctic-images.com
©arctic-images.com

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur falið Ferðamálastofu að taka til skoðunar starfsumhverfi ferðaþjónustunnar. Verkefnið hefur að markmiði að einfalda og auðvelda starfsumhverfið eins og kostur er, hvort sem er með endurskoðun á leyfisferlum, skipulagi og verkferlum í kringum þau eða annarri umgjörð um starfsemi ferðaþjónustunnar.

Samstarf við forsætisráðuneytið 

Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við forsætisráðuneytið sem hefur yfirumsjón með að koma á einfaldara og skilvirkara regluverki fyrir atvinnulífið samkvæmt aðgerðaráætlunar ríkisstjórnarinnar.

Rík áhersla á samráð við hagsmunaaðila

Ferðamálastofa hefur sett á fót stýrihóp til að sinna verkefninu. Verður rík áhersla lögð á samráð við hagsmunaaðila og þeim gefinn kostur á að koma að ábendingum um möguleika á einföldun og aukinni skilvirkni.

Fulltrúar í stýrihópi

Fulltrúar Ferðamálastofu, forsætisráðuneytisins, Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðamálasamtaka Íslands og Samgöngustofu eiga sæti í stýrihópnum.

Frá Ferðamálastofu:
Helena Þ. Karlsdóttir, lögfræðingur, sem stýrir vinnu hópsins
Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
Áslaug Briem, verkefnastjóri gæðamála

Frá forsætisráðuneytinu:
Páll Þórhallsson, lögfræðingur og skrifstofustjóri

Frá Samtökum ferðaþjónustunnar:
Gunnar Valur Sveinsson, verkefnisstjóri hjá SAF

Frá Ferðamálasamtökum Íslands:
Ásbjörn Björgvinsson, formaður FSÍ

Frá Samgöngustofu:
Daníel Reynisson, lögfræðingur

Einnig munu Guðfinna Bjarnadóttir og Vilhjálmur Kristjánsson frá LC ráðgjöf vinna með hópnum.