Styrkumsóknir fyrir 850 milljónir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
24.01.2014
Mynd: arctic-images.com
Umsóknarfrestur um styrki til hönnunar og framkvæmda á ferðamannastöðum úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða rann út 22. janúar síðastliðinn.
Heildarkostnaður við verkefnin 1,9 milljarðar
Alls bárust 136 umsóknir frá opinberum- og einkaaðilum sem hafa umsjón með ferðamannastöðum víðsvegar um land. Heildarupphæð styrksumsókna var voru rúmar 848 milljónir króna en heildarkostnaður við verkefnin er áætlaður 1,9 milljarðar króna. Sjóðurinn hefur 245 milljónir króna til ráðstöfunar.
Niðurstaða um mánaðamót mars/apríl
Gert er ráð fyrir að yfirferð og mat umsókn sé lokið um mánaðarmótin mars/apríl 2014.