Fara í efni

Tækifæri á norska markaðinum

madurvidfoss
madurvidfoss

Fyrir nokkru lauk fundaferð til þriggja borga í Noregi. Yfirskriftin var "Ferðaþjónusta, heilbrigði og útivist". Ferðin var skipulögð af Ferðamálastofu og Útflutningsráði og tóku 20 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki þátt.

Ferðin hófst í Osló, þaðan var farið til Stavanger og endað í Bergen. Á hverjum stað voru tveggja klukkustunda vinnufundir sem hófust á  almennri kynningu á Íslandi auk þess sem greint var frá hagnýtum upplýsingum um ferðamenn frá Norðurlöndunum. Að því loknu kynntu íslensku fyrirtækin vöru sína og þjónustu fyrir norskum ferðaskipuleggjendum. Að sögn Sunnu Þórðardóttur hjá Ferðamálastofu tókst ferðin vel þó að þátttaka norskra fyrirtækja hefði mátt vera betri. Eftir ferðina má greina verulegann áhuga Norðmanna á Íslandi og ljóst er að mikil tækifæri eru á þessum markaði. 

Íslensku fyrirtækin sem tóku þátt voru: Ferðamiðstöð Austurlands, Ísafold Travel, Íshestar, Hótel Hekla, IT-travel , Hótel Reynihlíð, Keahotels, Hótel Selfoss, Landnámssetrið, Icelandair, Radisson SAS - Hótel Saga, Icelandair Hotels, Reykjavik Excursions, Iceland Excursions, Reykjavík Whale Watching, Ferðaþjónusta bænda, Snæland Grímsson, Iceland Travel, Reykjavik hotels og Fosshótel.