Tækifæri í hjólaferðamennsku á Íslandi - málþing
Þann 24. febrúar næstkomandi verður haldið málþing þar sem fjallað um tækifærin sem fólgin eru í hjólaferðamennsku, hver staðan er á Íslandi í dag og hvað við þurfum að gera til að geta nýtt þessi tækifæri. Málþingið er liður í verkefninu Hjólaleiðir á Íslandi sem er samstarfsverkefni fjölmargra aðila, um að skilgreina landsnet hjólaleiða á Íslandi og fleira því tengt. Meðal fyrirlesara eru tveir erlendir aðilar með sérþekkingu á málaflokknum.
Málþingið er haldið í húsnæði Eflu verkfræðistofu, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík (Gengið inn bakatil, sjá kort hér neðar á síðunni)
Tími : 24.febrúar 10:30 -15:30
Aðgangseyrir : 4.000 kr
(2.000 kr. fyrir námsmenn og atvinnulausa)
Innifalið: Veitingar
Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson, Arctic-Images.com
Dagskrá:
Birt með fyrirvara um að smávægilegar breytingar geta orðið á heitum erinda og uppröðun þeirra.
Fundarstjóri: Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
10.00 Mæting – Skráning – Kaffi
10.30 Setning. Sesselja Traustadóttir, Hjólafærni á Íslandi
10.35 Cycle Tourism: Iceland''s time has come
Tom Burnham, British Specialist in Rural Tourism
11.15 Reiðhjólaferðir fyrir erlenda ferðamenn - Bisness eða hobbý?
Stefán Helgi Valsson eigandi og leiðsögumaður hjá Reykjavik bike tours
11.30 Erlendir hjólaferðamenn á Íslandi
Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir, nemi í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum
11.45 Græni stígurinn – draumur eða veruleiki
Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands
12.00 Hvaða er hjólavænn (bicycle friendly) ferðaþjónustuaðili?
Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir, nemi í ferðamálafræði við Háskólann á Hólum
12.15-12.55 Hádegishlé
12.55 Staða hjólreiðamála í sveitarfélögum landsins. Netkönnun Samb.ísl.sveitarf.
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, verkfræðingur á Eflu
13.00 Opportunities for Iceland with the Eurovelo network
Jens Erik Larsen, Eurovelo consultant and from Foreningen Frie Fugle, Denmark
13.40 Hjólaleiðir í Mývatnssveit
Fríða Björg Eðvarðsdóttir, landslagsarkitekt VSÓ ráðgjöf
13.50 Hjólabókin
Ómar Smári Kristinsson, höfundur Hjólabókarinnar
14.05 Fram í heiðanna ró
Haukur Eggertsson, hjólaferðamaður og stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðamanna
14.20 Málstofa - umræður
Samantekt málstofu
15.15 Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir slítur málþinginu
15.30 Dagskrá lokið
Við hvetjum þá sem hafa áhuga á að ræða meira saman eftir að formlegri dagskrá lýkur að koma við á Ruby Tuesday, sem er í næsta húsi, þar hægt er að fá sér kaffi og köku eða eitthvað sterkara. Umræðum og bollaleggingum verður haldið áfram þar.
Skráning
Hægt er að skrá sig til hádegis 23. febrúar. Skráning fer fram hér.
Staðsetning - kort:
Sent út á netinu
Þeir sem eiga lengra að sækja geta fylgst með málþinginu í beinni útsendingu á Netinu. Leiðbeiningar til að tengjast eru hér að neðan.
- Uppsetning á nýjustu útgáfu Java:
Til að byrja með er nauðsynlegt að tryggja að tölvan sé með nýjustu útgáfu af Java forritinu (er á öllum tölvum en ekki víst að þið séuð með það nýjasta). Þannig að best er að byrja á að fara inn á www.java.com, hlaða þar niður nýjustu útgáfu (áberandi hnappur á miðjum skjánum) og setja upp. Þetta getur tekið nokkrar mínútur.
- Tengjast fundinum:
Til að tengjast fundinum er farið inn á þessa vefslóð sem verður virk skömmu áður en málþingið hefst:
https://fundur.thekking.is/startcenter/Join.xhtml?sinr=195292633&sipw=nv64
Athugið að samþykkja þau skilaboð sem upp koma en í flestum tilfellum kemur tvívegis upp gluggi þar sem smellt er á „run“. Eftir það á fundur að hefjast.
Skipuleggjendur og styrktaraðilar málþingsins:
- Hjólafærni á Íslandi. Sesselja Traustadóttir
- Landssamtök hjólreiðamanna. Morten Lange
- Þjónustumiðstöð SKG ehf, Höfn. Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir
- Efla verkfræðistofa. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir
- Íslandsstofa. Björn H. Reynisson
- Ferðamálastofa. Sveinn Rúnar Traustason
- VSÓ ráðgjöf. Sverrir Bollason
- Samband íslenskra sveitarfélaga. Lúðvík Eckardt Gústafsson
- Umhverfisráðuneytið