Fara í efni

Tekjukönnun SAF fyrir nóvember

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa birt tekjukönnun sína fyrir nóvember. Nýting er almennt slakari en á sama tíma í fyrra, sem væntalega skýrist m.a. af auknu framboði, en meðalverð á herbergi hefur hækkað.

Reykjavík
Meðalnýting 51,95%. Meðalverð kr. 6.186. Tekjur á framboðið herbergi kr. 96.404.
Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:
1996 52,95% Kr. 3.826
1997 52,27% Kr. 3.745
1998 59,26% Kr. 3.685
1999 57,73% Kr. 4.274. Tekjur á framboðið herbergi kr. 76.487.
2000 70,28% Kr. 5.182. Tekjur á framboðið herbergi kr. 112.907.
2001 55,74% Kr. 5.206. Tekjur á framboðið herbergi kr. 89.951.
2002 61,31% Kr. 5.528. Tekjur á framboðið herbergi kr. 105.070.
Samkvæmt tölum Ferðamálaráðs komu 22% fleiri ferðamenn til landsins í síðastliðnum mánuði en í nóvember 2002. Það er aukning um 2.730. Slakari nýtingu má sennilega rekja bæði til aukins framboðs gistirýmis og eins að tilhneiging er að ferðamenn dvelji skemur en áður. Munar um hvern dag þegar dvölin er tveir til fjórir dagar, segir í frétt frá SAF.

Landsbyggðin
Meðalnýting 17,97 Meðalverð kr. 7.211. Tekjur á framboðið herbergi kr. 38.875.
Til samanburðar koma fyrri ár:
1996 28,29% Kr. 3.930
1997 22,58% Kr. 3.895
1998 26,65% Kr. 4.240
1999 21,05 % Kr. 4.646. Tekjur á framboðið herbergi kr. 29.342.
2000 24,26 % Kr. 4.767. Tekjur á framboðið herbergi kr. 34.693.
2001 19,91 % Kr. 4.742. Tekjur á framboðið herbergi kr. 28.318.
2002 21,19 % Kr. 6.811. Tekjur á framboðið herbergi kr. 43.292.
Verð upp á við. Það er eini ljósi punkturinn í þessu. Þetta er þó að sveiflast um nokkur prósent og þegar gestafjöldinn er jafn lítill og raun ber vitni þá getur einn hópur skipt miklu.

Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur
Meðalnýting 10,97%. Meðalverð kr. 5.124. Tekjur á framboðið herbergi kr. 16.866.
Til samburðar koma fyrri ár:
1996 32,60% Kr. 3.047
1997 18,29% Kr. 3.315
1998 18,59% Kr. 3.652
1999 12,26% Kr. 4.308. Tekjur á framboðið herbergi kr. 15.842.
2000 12,00% Kr. 4.329. Tekjur á framboðið herbergi kr. 15.590.
2001 10,84% Kr. 4.504. Tekjur á framboðið herbergi kr. 14.643.
2002 13,59% Kr. 4.732. Tekjur á framboðið herbergi kr. 19.290.