Fara í efni

Tekjukönnun SAF í apríl og fyrsti ársþriðjungur 2003

Samtök ferðaþjónustunnar hafa birt niðurstöður úr tekjukönnun fyrir aprílmánuð og einnig samantekt fyrir fyrsta ársþriðjung 2003. Könnunin byggir á tölum 10 gististaða í Reykjavík og 10 á landsbyggðinni.

Reykjavík
Meðalnýting í apríl var 60,57%, meðalverð kr. 5.909 og tekjur á framboðið herbergi kr. 107.384. Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:
1996 56,31% Kr. 4.762
1997 61,24% Kr. 4.335
1998 60,49% Kr. 4.449
1999 70,62% Kr. 4.442 Tekjur á framboðið herbergi kr. 94.208
2000 72,52% Kr. 4.931 Tekjur á framboðið herbergi kr. 107.279.
2001 70,16% Kr. 5.414. Tekjur á framboðið herbergi kr. 113.957.
2002 70,20% Kr. 5.862. Tekjur á framboðið herbergi kr. 123.457.

Ef tölur fyrri ára eru skoðaðar sést að um nokkurn samdrátt er að ræða en Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur SAF, segir ekki einfalt að henda reiður á hvað valdi. "Samdrátturinn í seldum herbergjum er nokkur eða úr 22.789 í fyrra í 21,052 hjá sömu hótelum nú, eða um 7,6%. Það hefur hinsvegar orðið aukning á framboðinu sem lætur nýtingartöluna lækka meira. Heildartekjurnar hafa líka dalað, en minna, eða um 6,7% enda hafa meðalverð aðeins nuddast upp á við," segir Þorleifur. Hann bendir á að sé horft til talna um umferð á Keflavíkurflugvelli þá er hún umtalsvert meiri en á sama mánuði í fyrra. Komum fjölgaði úr 34.606 í 46.653 eða um 34,81%. Það sem af er árinu hefur komum fjölgað um 22,4%. Eins og fram kom í frétt hér á vefnum sl. föstudag sýna talningar Ferðamálaráðs að erlendum ferðamönnum í apríl fjölgaði um 7,5% miðað við apríl í fyrra og um 9,3% ef mars og apríl eru teknir saman.

Landsbyggðin
Meðalnýting í apríl var 25,86%, meðalverð kr. 7.171 og tekjur á framboðið herbergi kr. 55.675. Til samanburðar koma fyrri ár:
1996 33,10% Kr. 3.108
1997 40,25% Kr. 3.269
1998 33,08% Kr. 3.144
1999 28,18% Kr. 4.408 Tekjur á framboðið herbergi kr. 36.522
2000 30,30% Kr. 3.998. Tekjur á framboðið herbergi kr. 36.343.
2001 31,22% Kr. 4.830. Tekjur á framboðið herbergi kr. 45.234.
2002 29,28% Kr. 5.886. Tekjur á framboðið herbergi kr. 51.689.

Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur
Meðalnýting í apríl var 15,09%, meðalverð kr. 4.734 og tekjur á framboðið herbergi kr. 16.456. Til samburðar koma fyrri ár:
1996 27,33% Kr. 3.302
1997 39,14% Kr. 2.836
1998 24,07% Kr. 2.952
1999 21%% Kr. 3.697 Tekjur á framboðið herbergi kr. 23.386
2000 18,94% Kr. 3.395. Tekjur á framboðið herbergi kr. 19.294.
2001 16,42% Kr. 4.288. Tekjur á framboðið herbergi kr. 21.127.
2002 15,88% Kr. 5.462. Tekjur á framboðið herbergi kr. 26.020.
Þorleifur Þór bendir á að þær sveiflur sem eru í Reykjavík virðast ekki ná út á land. Þær hafa áhrif í Keflavík og Akureyri en minna á hinum stöðunum. Þegar þróunin til lengri tíma er skoðuð segir hann ljóst að verulega muni um bættar samgöngur, tækniþróun í samskiptum og samruna í verslun hvað varðar ferðir ýmiskonar "farandverkamanna" sem annars voru uppistaðan í nýtingu á mörgum landsbyggðahótelum. M.ö.o. virðist sem ýmsir sem áður ferðuðust um landið starfs síns vegna, þurfi þess ekki lengur.

Fyrsti ársþriðjungur 2003, janúar til og með apríl
Hafið ber í huga að samanburður við eldri kannanir SVG frá 1998 og fyrr er ekki að fullu marktækur vegna breyttra aðferða en gefur þó góða vísbendingu

Reykjavík 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003
Meðalverð 3.444 3.719 3.963 3.898 4.607 5.072 5.476 5.638
Meðalnýting 47,77% 50,08% 51,00% 59,44% 59,78 % 61,62% 59,51% 51,40%
Tekjur á framb.herb. 187.959 216.837 242.596 278.023 333.262 378.140 391.094 345.750

Landsbyggð 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003
Meðalverð 3.489 3.274 3.208 4.459 4.248 4.850 5.742 6.183
Meðalnýting 26,22% 30,90% 24,69% 18,77% 21,79% 21,84% 22,95% 21,62%
Tekjur á framb.herb. 105.677 119.046 96.086 100.437 112.897 128.181 159.482 160.340

Landsb -AEY/KEF 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003
Meðalverð 3.303 2.971 3.168 3.922 3.724 4.196 5.445 4.693
Meðalnýting 23,33% 28,99% 25,17% 15% 14% 12,31% 11,79% 11,08%
Tekjur á framb.herb. 88.975 101.337 71.423 70.175 60.830 61.978 77.016 62.409