Tekjukönnun SAF í nóvember 2002
Samtök Ferðaþjónustunnar hafa birt niðurstöður úr tekjukönnun sinni fyrir nóvembermánuð. Hún sýnir m.a. betri nýtingu herbergja en á sama tíma í fyrra, bæði í Reykajvík og á landsbyggðinni.
Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur SAF, segir mjög óeðlilegt ef nýting í Reykjavík hefði ekki batnað frá því í fyrra þar sem yfir 200 herbergi hafa verið tekin úr rekstri á meðan endurbætur standa yfir á Hótel Esju. Merkilegra sé að nýting á landsbyggðinni fari batnandi. Þetta sé í samræmi við þróun sem sést hafi undanfarna mánuði og hafi síðan verið staðfest af gistináttatalningu Hagstofu. Þorleifur segir að niðurstöður Hagstofunnar fyrir októbermánuð hafi verið mjög í takt við tekjukönnun SAF. Hér að neðan má sjá niðurstöður tekjukönnunarinnar og samanburð við fyrri ár.
Reykjavík
Meðalnýting 61,31%. Meðalverð kr. 5.528. Tekjur á framboðið herbergi kr. 105.070.
Fyrri ár hafa gefið eftirfarandi tölur:
1996 52,95% Kr. 3.826
1997 52,27% Kr. 3.745
1998 59,26% Kr. 3.685
1999 57,73% Kr. 4.274. Tekjur á framboðið herbergi kr. 76.487.
2000 70,28% Kr. 5.182. Tekjur á framboðið herbergi kr. 112.907.
2001 55,74% Kr. 5.206. Tekjur á framboðið herbergi kr. 89.951.
Það tosast aðeins upp frá fyrra ári, enda hefur úrtakið minnkað sem nemur Hótel Esju sem hefur verið lokað. Umdeilanlegt er hvort halda ætti úrtaksstærðinni, en þar sem það hótel er ekki í rekstri er það tekið út. Því er eðlilegt að nýting hinna hótelanna batni. Sendið athugasemdir ef þið hafið skoðun á málinu
Landsbyggðin
Meðalnýting 21,19 Meðalverð kr. 6.811. Tekjur á framboðið herbergi kr. 43.292.
Til samanburðar koma fyrri ár:
1996 28,29% Kr. 3.930
1997 22,58% Kr. 3.895
1998 26,65% Kr. 4.240
1999 21,05 % Kr. 4.646. Tekjur á framboðið herbergi kr. 29.342.
2000 24,26 % Kr. 4.767. Tekjur á framboðið herbergi kr. 34.693.
2001 19,91 % Kr. 4.742. Tekjur á framboðið herbergi kr. 28.318.
Hér er það fyrst og fremst mjög góður árangur hótelanna í Keflavík sem er að koma inn.
Landsbyggðin án Akureyrar og Keflavíkur
Meðalnýting 13,59%. Meðalverð kr. 4.732. Tekjur á framboðið herbergi kr. 19.290.
Til samburðar koma fyrri ár:
1996 32,60% Kr. 3.047
1997 18,29% Kr. 3.315
1998 18,59% Kr. 3.652
1999 12,26% Kr. 4.308. Tekjur á framboðið herbergi kr. 15.842.
2000 12,00% Kr. 4.329. Tekjur á framboðið herbergi kr. 15.590.
2001 10,84% Kr. 4.504. Tekjur á framboðið herbergi kr. 14.643.
Stór bætt nýting á landsbyggðinni og það án þess að verð hafi farið niður. Þetta er í rétta átt.