Þjóðarspegillinn
24.10.2008
Níunda félagsvísindaráðstefna Háskóla Íslands, þjóðarspegillinn, verður haldin af félags-og mannvísindadeild, félagsráðgjafardeild, hagfræðideild, lagadeild, sálfræðideild, stjórnmálafræðideild og viðskiptafræðideild í Lögbergi, Háskólatorgi og Odda föstudaginn 24. október frá kl 09:00 til 17:00. Fjöldi fyrirlestra er til vitnis um fjölbreytt og öflugt rannsóknarstarf á sviði félagsvísinda hér á landi og eru fyrirlesarar í fremstu röð hver á sínu sviði. Tvær málstofur viðskiptafræðideildar eru tileinkaðar ferðamálum.
Sjá dagskrá.