Fara í efni

Þjóðerni brottfarafarþega í janúar

Mynd: Haukur Sigurðsson © Markaðsstofa Vestfjarða
Mynd: Haukur Sigurðsson © Markaðsstofa Vestfjarða

Bretar stærri hlutdeild

Bretar voru um fjórðungur af erlendum brottfarafarþegum í janúar sem er álíka og veturna fyrir heimsfaraldurinn. Þar sem að fjöldi brottfarafluga frá Keflavík er enn undir því sem það var (-32% mv. jan. 2020), þá er áætlað að eitthvað sé í að fjöldi Breta sem heimsæki Ísland verði sá sami og áður þó svo að batamerki séu greinileg.

 

Erlendir brottfararfarþegar voru 81,6% af heildarbrottfararfarþegum. Bandaríkjamenn voru um einn af hverjum fimm og farþegar frá óskilgreindum löndum í evrópu voru 7,3% af erlendum brottförum. Athygli vekur Kínverjar eru um 2,5% erlendra brottfararfarþega.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir hlutfallsskiptingu tíu stærstu þjóðerna en samtals voru brottfarir þeirra 81,5%.  

Ítarlegri tölfræði verður birt á vefsíðu Ferðamálastofu 10. febrúar þegar staðfest tala liggur fyrir hjá Isavia um heildarfjölda brottfarafarþega frá Íslandi í janúar.   

Hér má sjá hlutfall Breta af erlendum ferðamönnum yfir vetrarmánuðina 2018-2019, 2019-2020 og nú í vetur.