Fara í efni

Þjóðgarðar og ferðaþjónusta - byggðaþróun í nýju ljósi

Skaftafell-tjaldsvæði
Skaftafell-tjaldsvæði

Þann 12. janúar næstkomandi verður haldið málþing á Höfn í Hornafirði. Ber það yfirskriftina Þjóðgarðar og ferðaþjónusta ? byggðaþróun í nýju ljósi.   Málþingið er haldið í fyrirlestrarsal Nýheima kl 10.00-17.00.

Málþingið er hluti af  alþjóðlegu verkefni sem Austur-Skaftfellingar taka þátt í ásamt Skaftárhreppi og aðilum í Skotlandi, Finnlandi og Svíþjóð og ber yfirskriftina NEST (Northern Environment for Sustainable Tourism).  Verkefnið fjallar um uppbyggingu ferðaþjónustu í grennd við þjóðgarða.  Málefni sem snertir íbúa Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Skaftárhrepps afar mikið í tengslum við byggðaþróun á svæðinu og uppbyggingu Skaftafellsþjóðgarðs.  NEST verkefnið er að hluta til styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins, Intereg IIIB, Northern Periphery Programme.
 
Að lokinni dagskrá málþingsins í Nýheimum verður opnuð sérsýning á handverki í húsnæði Jöklasýningar á Höfn.  Þá mun einnig verða hleypt af stokkunum hugmyndasamkeppni um bestu afurð þjóðgarðsins.  Reglur samkeppninnar verða kynntar af því tilefni. 

Það kostar ekkert að taka þátt í málþinginu sjálfu og ekki er ætlast til þess að fólk skrái sig fyrir fram. Hins vegar er óskað eftir að þeir sem vilja taka þátt í sameiginlegum kvöldverði skrái sig hjá olafia@hornafjordur.is og greiði kr. 2000 fyrir kvöldverðinn.

Í tengslum við málþingið, mun Valur Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúi Ferðamálastofu, verða til viðtals og gefa aðilum sem vinna að umhverfistengdum verkefnum góð ráð.  Þau ykkar, sem hefðuð áhuga á að fá viðtal við Val Þór, vinsamlegast hafið samband við Sigurlaugu á Brunnhól í síma 478-1029 eða með tölvupósti í netfangið brunnhol@eldhorn.is.


Dagskrá
Fundarstjóri: Albert Eymundsson

Kl. 09:30 Kaffi
Kl. 10:00 Setning
Kl. 10:15 Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins (NPP) ? Tækifæri Evrópusamstarfs ? yfirfærsla þekkingar
 Þórarinn Sólmundarson, Byggðastofnun
Kl. 10:40 Þróun sjálfbærrar ferðamennsku á Suðausturlandi - Upphaf og þróun NEST verkefnisins
 Rannveig Ólafsdóttir, stjórnarformaður NEST
Kl. 11:05 Þjóðgarðar á Íslandi
Sigurður Á. Þráinsson, Umhverfisráðuneytinu
Kl. 11:30 Skaftafellsþjóðgarður ?stærsti þjóðgarður Evrópu
 Ragnar Frank Kristjánsson, þjóðgarðsvörður

Kl. 12:00 Hádegismatur

Kl. 13:00 Kynning vinnuhóps um viðskiptatækifæri/Tenging NEST, ferðaþjónustunnar og ferðaþjónustuklasa
 Ari Þorsteinsson, frumkvöðlasetur Austurlands, Stella Sigfúsdóttir, Háskólasetrið á Hornafirði  og Gísli Kjartansson á Geirlandi
Kl. 13:25 Kynning vinnuhóps um tengslanet ? markmið, framgangur og staða
Ólafía Jakobsdóttir, Kirkjubæjarstofa
Kl. 15:50 Kynning vinnuhóps um þróun náttúruskóla ? markmið, framgangur og staða
Hafdís Roysdóttir, Skaftafellsþjóðgarður
Kl. 14:15 Kynning vinnuhóps um þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu og vistvænnar vottunar - markmið, framgangur og staða 
 Rannveig Ólafsdóttir, stjórnarformaður NEST

Kl. 14:40  Kaffihlé

Kl. 15:00 Menning, náttúra og þjóðgarður og afþreying innan ferðaþjónustunnar
 Þorbjörg Arnórsdóttir frá Hala
Kl. 15:20 NEST og Skafárhreppur
Gunnsteinn Ómarsson, sveitarstjóri Skafárhrepps
Kl. 15:35 NEST og Sveitarfélagið Hornafjörður
Hjalti Þór Vignisson, Sveitarfélaginu Hornafirði
Kl. 15:50 Lokaorð og málþingsslit

Kl. 16:15 Móttaka á Jöklasýningu
? Opnun á sýningu um handverk
? Kynning á samkeppni um þjóðgarðsafurð

Kl. 20:00 Kvöldverður
Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að tilkynna þátttöku hjá olafia@hornafjordur.is.  Verð er kr. 2000.

Mynd af vefnum Hornafjordur.is - Tjaldsvæði í Skaftafelli.