Þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum í 40 ár - Málþing
20.03.2014
Í Ásbyrgi. ©arctic-images.com
Vatnajökulsþjóðgarður, Norðurþing, Landvernd, Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Ferðamálstofa efna til málþings á Fosshótel Húsavík 3. apríl í tilefni af því að meira en 40 ár eru liðin síðan þjóðgarður var stofnaður í Jökulsárgljúfrum 1973.
Yfirskriftin er: "Þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum í 40 ár - Vannýtt tækifæri eða vonlaus hugmynd."
Dagskrá:
10.30 | Hjalti Vignisson, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, setur fundinn. |
10.45 | Kristveig Sigurðardóttir, skipulagsverkfræðingur, landvörður og fyrrum formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs flytur inngangserindi. |
11.30 | Sigurður Bergsteinsson, minjavörður Norðurlandi eystra, fjallar um tækifæri tengd menningarminjum og sögulegri arfleifð. |
12.00 | Léttur hádegisverður í boði ráðstefnuhaldara. |
13.00 | Páll Jakob Líndal, doktor í umhverfissálfræði, fjallar um tækifæri tengd heilsu og vellíðan. |
13.35 | Halldóra Gunnarssdóttir, verkefnastjóri ferðaþjónustuklasans Norðuhjara, fjallar um tækifæri tengd ferðamennsku og byggðaþróun. |
14.10 | Rögnvaldur Ólafsson, fyrrv. forstöðumaður rannsóknarsetra HÍ, fjallar um tækifæri tengd náttúruminjum og lífríki. |
14.45 | Pallborðsumræður |
Fundarstjóri: Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri.
Skráning hjá jona@atthing.is eigi síðar en 2. apríl.