Þróun og horfur í rekstri ferðaþjónustunnar
Fjölmennt var á hádegisfyrirlestri Ferðamálastofu í dag þar sem kynnt var nýleg greining Ferðamálastofu á rekstri og efnahag ferðaþjónustugreina til 2018, leitast við að varpa ljósi á þróun helstu áhrifavalda á umfang og arðsemi íslenskrar ferðaþjónustu á nýliðnu ári og rætt um horfurnar um þá á nýhöfnu ferðaári. Jóhann Viðar Ívarsson vann greininguna og kynnti helstu niðurstöður á fundinum.
Megin sögulegu tölurnar taka til ársins 2018, sem Hagstofan birti stuttu fyrir jól, í samhengi við fyrri ár. Byggja þær á skattframtölum allra fyrirtækja landsins sem skilgreind eru innan viðkomandi atvinnugreina. Bæði er fjallað um þróun stærða fyrir einkennandi greinar ferðaþjónustu sem heildar og nokkrar helstu greinar ferðaþjónustu sérstaklega, eftir því sem upplýsingar frá Hagstofunni leyfa.
Hvað ber 2020 í skauti sér?
Í fyrirlestrinum var einnig litið til þróunar helstu áhrifavalda á umfang og arðsemi íslenskrar ferðaþjónustu á liðnu ári og rætt um horfurnar á því ári sem nú er nýhafið. Til að mynda taldi Jóhann að þættir eins og jákvæður viðskiptajöfnuður og sterk eignastaða gerðu veikingu krónunnar ólíklegri en ella. Þá kom fram að Isavia er að spá álíka fjölda erlendra ferðamanna í ár og á nýliðnu ári, horfur væru um lága verðbólgu og líklegt væri að hagræðingaraðgerðir fyrirtækja í ferðaþjónustu færu að skila sér í auknum mæli.
Efni frá fundinum