TIL UPPLÝSINGA - Frá Ferðamálastjóra feb. 2002
Það virðist sem seta í Ferðamálaráði Íslands sé e.t.v. ávísun á eitthvað meira og stærra ef dæma má leiðir fyrrverandi formanns og varaformanns Ferðamálaráðs. Jón Kristjánsson var varaformaður ráðsins þegar hann var skipaður ráðherra heilbrigðis-og tryggingarmála í apríl á síðasta ári og nú tæpu ári seinna hverfur formaður FMR Tómas Ingi Olrich einnig til setu í ráðherrastóli því eins og kunnugt er tók hann við embætti menntamálaráðherra af Birni Bjarnasyni nú fyrir skemmstu.
Ferðamálaráð þakkar þeim vel unnin störf og Í ljósi þess að nú hafa verið hafnar aðgerðir til aukinnar markaðsvinnu í kjölfar 150 milljón kr. viðbótarfjárveitingar ríkissjóðs telur undirritaður rétt að gera grein fyrir með hvað hætti var staðið að öflun þeirra fjármuna og á hverju ákvörðun um notkun þeirra erlendis byggir.
Í byrjun skal rakið ferli umræðunnar innan greinarinnar, þær tillögur sem þar voru settar fram um nauðsyn aukinna fjármuna og um notkun þeirra.
1.október:
Fundur haldinn í Ferðamálaráði.
Úr fundargerð:
Til þessa fundar í Ferðamálaráði var boðað til að ræða ástandið í ferðaþjónustu í kjölfar atburðanna 11. september.
Að loknum umræðum um stöðuna var eftirfarandi ákveðið:
A. Breyting verði gerð á dagskrá Ferðamálaráðstefnunnar 18-19. október og þar verði umræða um málefnið.
B. Settur verði saman vinnuhópur til að fara nánar yfir stöðu málsins og hvað sé til ráða. Óskað verði aðildar SAF að vinnuhópnum og frá Ferðamálaráði taki þátt í hópnum: Steinn Lárusson , Helgi Pétursson og Magnús Oddsson.
3. október:
Fundur haldinn í hópi Ferðamálaráðs/SAF til að ræða ofangreint málefni.
Úr fundargerð:
Mættir: Magnús Oddsson, Erna Hauksdóttir, Helgi Pétursson , Einar Bollason, Steinn Lárusson, Jakob Falur Garðarsson .
Í lok fundargerðar fundarins segir :
Hópurinn er sammála um að nauðsynlegt sé nú í ljósi ofangreindra viðburða að bregðast við til að tryggja núverandi leiðakerfi Flugleiða,sem er hornsteinn ferðaþjónustunnar hér á landi.
Hópurinn telur að þær aðgerðir sem gripið verði til eigi að vera almennar aðgerðir til stuðnings við núverandi markaðsaðgerðir og áætlanir næstu mánaða frekar en sértækar aðgerðir eða algjörlega ný aðkoma að markaðsvinnunni.
Á fundinum var ákveðið að halda fund sem fyrst með Markaðsráði ferðaþjónustunnar og forstöðumönnum Ferðamálaráðs erlendis.
9. október:
Fundur haldinn í starfshópi Ferðamálráðs og SAF með Markaðsráði og fleirum.
Úr fundargerð:
Fundur var haldinn á skrifstofu Ferðamálaráðs þriðjudaginn 9. október 2001 í hópi Ferðamálaráðs og SAF um áhrif atburðanna 11. september sl. á íslenska ferðaþjónustu og viðbrögð við þeim.
Mættir:
Magnús Oddsson ferðamálastjóri
Steinn Lárusson Ferðamálaráði
Helgi Pétursson Ferðamálaráði
Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri SAF
Einar Bollason varaformaður SAF
Að ósk hópsins voru einnig boðaðir til fundar við hann Markaðsráð ferðaþjónustunnar og forstöðumenn Ferðamálaráðs Í Bandaríkjunum og Evrópu:
Ómar Benediktsson formaður Markaðsráðs ferðaþjónustunnar
Jakob Falur Garðarsson Markaðsráði
Ólafur Örn Haraldsson Markaðsráði
Steinn Logi Björnsson Markaðsráði
Tómas Þór Tómasson markaðsstjóri Ferðamálaráðs
Einar Gústafsson forstöðumaður Ferðamálaráðs í Bandaríkjunum
Haukur Birgisson forstöðumaður Ferðamálaráðs í Evrópu.
Þessum aðilum var boðið til fundarins til að ræða við hópinn á breiðum grundvelli aðstæður á mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu í kjölfar atburðanna 11. september og mögulegar/nauðsynlegar og hugsanlegar aðgerðir til að bregðast við.
Í upphafi var farið nokkuð yfir stöðu málsins :
Flugfélög og önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu urðu fyrir miklu tekjutapi vegna stöðvunar flugs til Bandaríkjanna í fjóra daga, eftirspurn og bókanir hafa dregist saman eftir atburðina og á það í reynd við ferðalög um allan heim.
Ýmsar tölur hafa verið nefndar um þennan samdrátt og þó ýmislegt sé þar óljóst, ber öllum saman um að hann skiptir tugum prósenta þessar fyrstu fjórar vikur.
Flugleiðir hafa áætlað að tap þeirra þessa fjóra daga hafi verið um kr. 100 millj. og alls um kr. 1.000 milljónir til áramóta.
Umræður um aðgerðir:
Hópurinn er sammála um að nauðsynlegt sé nú í ljósi ofangreindra viðburða og þeirra upplýsinga sem liggja fyrir að bregðast við til að tryggja tíðni og áfangastaði núverandi leiðakerfis Flugleiða, sem er hornsteinn ferðaþjónustunnar hér á landi.
Hópurinn telur að þær aðgerðir sem gripið verði til eigi að vera almennar aðgerðir til stuðnings við núverandi markaðsaðgerðir og áætlanir næstu mánaða frekar en sértækar aðgerðir eða algjörlega ný aðkoma að markaðsvinnunni.
Hópurinn telur að aðgerðirnar eigi að miðast að því að tryggja að tap þjóðarbúsins vegna þessara hryðjuverka verði sem minnst og helst ekkert.
Það er skoðun hópsins að með engum aðgerðum gæti gjaldeyristekjur þjóðarbúsins dregist saman um 6-7 milljarða á næstu 12 mánuðum.
Með markvissum og auknum markaðsaðgerðum verður að draga úr þeim skaða eins og mögulegt er.
Hópurinn er sammála um að trygging leiðakerfis Flugleiða er ekki aðeins hornsteinn ferðaþjónustunnar heldur forsenda fyrir þátttöku fyrirtækja í alþjóðlegu viðskiptalífi. Gera yrði ráð fyrir að einhver þeirra flyttu starfsemi sína erlendis,ef ekki nyti þeirrar tíðni og fjölda áfangastaða,sem íslenskt viðskiptalíf nýtur nú.
Því er það meginniðurstaða hópsins að besta og fljótvirkasta leiðin til að verja fjárfestingu í ferðaþjónustu og þann árangur sem náðst hefur og núverandi leiðakerfi Flugleiða sé að styðja við markaðs- og kynningarstarf fyrirtækisins á næstu 12-18 mánuðum.
Það verði gert með sameignlegum aðgerðum stjórnvalda og fyrirtækisins til að tryggja áframhaldandi tíðni samgangna við landið.
Þannig verði hagsmunir ferðaþjónustunnar í heild og ríkissjóðs best tryggðir við þessar erfiðu aðstæður.
18. október:
Ferðamálaráðstefnan 2001 haldin á Hvolsvelli 18. október ályktar:
Nauðsynlegt er í ljósi atburða síðasta mánaðar og þeirra upplýsinga sem liggja fyrir að bregðast við til að tryggja tíðni og áfangastaði núverandi leiðakerfis Flugleiða, sem er hornsteinn ferðaþjónustunnar hér á landi.
Ráðstefnan telur að þær aðgerðir sem gripið verði til eigi að vera almennar aðgerðir til stuðnings við núverandi markaðsaðgerðir og áætlanir næstu mánaða frekar en sértækar aðgerðir eða algjörlega ný aðkoma að markaðsvinnunni.
Ráðstefnan er sammála um að trygging leiðakerfis Flugleiða er ekki aðeins hornsteinn ferðaþjónustunnar heldur forsenda fyrir þátttöku fyrirtækja í alþjóðlegu viðskiptalífi. Gera megi ráð fyrir að einhver þeirra flyttu starfsemi sína erlendis, ef ekki nyti þeirrar tíðni og fjölda áfangastaða, sem íslenskt viðskiptalíf nýtur nú.
Ráðstefnan telur að með sameiginlegum aðgerðum stjórnvalda og ferðaþjónustunnar til að tryggja áframhaldandi tíðni samgangna við landið verði hagsmunir atvinnulífsins í heild og ríkissjóðs best tryggðir við þessar erfiðu aðstæður.
( Á ráðstefnunni voru rúmlega 200 manns og var ályktunin samþykkt með 4 mótatkvæðum)
Í framhaldi af þessari umræðu innan Ferðamálaráðs, Markaðsráðs og á fjölmennri ferðamálaráðstefnu 18. október rituðu formaður Ferðamálaráðs, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og formaður Markaðsráðs ferðaþjónustunnar sameiginlega bréf til samgönguráðherra þar sem ofangreinar skoðanir eru settar fram og bent á nauðsyn aukinna fjármuna og að þeim skuli varið í samræmi við þær niðurstöður sem komið hafa fram á umræddum fundum og í ályktun ferðamálaráðstefnunnar.
Samgönguráðherra beitti sér fyrir auknum fjárveitingum til málaflokksins með þeim árangri að við afgreiðslu fjárlaga í desember var veitt 150 milljónum króna til aukinnar markaðsvinnu í ferðaþjónustu.
Gengið hefur verið út frá því hvað varðar aukna markaðsstarfsemi erlendis þá verði ráðstöfun fjár með hliðsjón af framangreindum tillögum sem unnar voru á fundum í vinnuhópi SAF og Ferðamálaráðs með Markaðsráði og fleirum og samþykktrar ályktunar á Ferðamálaráðstefnu í október.
Ákvörðunin um notkun viðbótarfjármagnsins erlendis hlýtur því að byggjast á þessari samvinnu við fulltrúa greinarinnar um með hvaða hætti fjármunir komi greininni í heild að mestum notum.
Magnús Oddsson
ferðamálastjórióskar þeim velfarnaðar.