Tilkynnt um úthlutun smærri styrkja
Styrknefnd Ferðamálastofu hefur lokið yfirferð og tekið ákvörðun um úthlutun smærri styrkja til úrbóta í umhverfismálum á ferðamannastöðum 2012. Til úthlutunar voru 8 milljónir króna og fengu 24 verkefni styrk. Alls bárust 75 styrkumsóknir að heildarupphæð 49 milljónir króna.
Ætlað fyrir efniskostnaði og/eða hönnun
Áhersla var á verkefni sem tengjast uppbyggingu og vöruþróun göngu- og hjólaleiða, bættu aðgengi og öryggi ferðamanna og söguferðamennsku. Styrkurinn er ætlaður fyrir efniskostnaði og/eða hönnun.
Fleiri möguleikar til styrkja
Sveinn Rúnar Traustason umhverfsisstjóri Ferðamálastofu segir að því miður hafi óhjákvæmilega mörg góð verkefni ekki fengið styrk að þessu sinni. „Við bendum á að Ferðamálastofa mun auglýsa eftir umsóknum til verkefna er tengjast heildarskipulagi, stefnumörkun og vöruþróun ferðamannastaða og -leiða í sumar eða haust. Þá mun Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsa eftir styrkumsóknum fyrir árið 2013 innan skamms. Mörg þeirra verkefna sem ekki fengu styrk núna eru gjaldgeng í þá sjóði,“ segir Sveinn Rúnar.
Listi yfir styrkþega og verkefni þeirra er í meðfylgjandi PDF skjali.