Tilnefnd til World Responsible Tourism Awards 2014
08.09.2014
Frá Suðureyri, mynd af sudureyri.is
Ísland á verðuga fulltrúa við val World Responsible Tourism Awards 2014 verðlaunanna, sem nú verða veitt í 10. sinn. Verðlaun eru veitt í alls 11 flokkum.
Búið að tilkynna hvaða fyrirtæki og áfangastaðir koma til greina í hinum ýmsum flokkum en alls er þar um að ræða um 200 fulltrúa. Þar á Ísland fjóra kandidata en í flokknum Best Destination eru Reykjavík, Snæfellsnes og Suðureyri tilnefnd. Í flokknum Best for wildlife conservation er fyrirtækið Elding tilnefnt.
Gaman verður að sjá hvernig íslensku aðilunum reiðir af eftir að dómnefnd hefur lokið störfum en tilkynnt verður um útslitin í tengslum við World Travel Market ferðakaupstefnuna í London í byrjun nóvember.