Torgið - viðskiptasetur
Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og Landsbankann opnar í nóvember Torgið - viðskiptasetur, nýtt frumkvöðlasetur í hjarta borgarinnar, í húsnæði Landsbankans í Austurstræti 16. Það veitir einstaklingum aðstöðu og umgjörð til að vinna að viðskiptahugmyndum á öllum sviðum og er opið fólki úr öllum greinum atvinnulífsins.
Á Torginu verður öll aðstaða til fyrirmyndar.
- Skrifstofuaðstaða með tölvubúnaði og innréttingum
- Aðgangur að fundarherbergjum
- Fagleg handleiðsla sérfræðinga Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
- Skapandi umhverfi og öflugt tengslanet einstaklinga og fyrirtækja
Tekið er á móti fyrirspurnum um Torgið á netfanginu Torgid@nmi.is og umsóknareyðublað er á vef Nýsköpunarmiðstöðvar www.nmi.is
Torgið er reist á reynslu og þekkingu Impru á Nýsköpunarmiðstöð sem starfrækir þrjú önnur frumkvöðlasetur. Á Keldnaholti í Reykjavík eru tólf fyrirtæki , þar á meðal ORF Líftækni sem hlaut Nýsköpunarverðlaunin 2008. Á háskólasvæði Keilis eru átta fyrirtæki og einnig rekur Nýsköpunarmiðstöð frumkvöðlasetur á Höfn í Hornafirði.
Nýsköpunarmiðstöð, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og Samtök atvinnulífsins undirrituðu um miðjan október samstarfssamning um leit og framboð á möguleikum til atvinnusköpunar fyrir félagsmenn SSF. Opnun Torgsins - viðskiptaseturs er liður í þeim samningi.