Tvö ný samstarfsverkefni í fræðslumálum
Mennta- og menningarmálaráðuneytið veittu Samtökum ferðaþjónustunnar ásamt fleiri aðilum tvo styrki til eflingar starfsmenntunar í atvinnulífinu og tengingu milli framhaldsfræðslunnar og framhaldsskólans. Tillögur starfshóps um heildstætt nám í ferðaþjónustu verða lagðar til grundvallar í þeirri vinnu. Frá þessu er greint á vef SAF.
Annars vegar verður nám í ferðaþjónustu endurskoðað og þróað innan framhaldsfræðslu og hins vegar er stefnt að því að þróa starfsnámsbraut í ferðaþjónustu á 1. og 2. þrepi. Áætlað er að vinnu við þessi tvö verkefni ljúki í byrjun júní 2013.
Mynd: Frá undirritun samstarfssamnings, f.v. Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Fjölbraut Breiðholti, María Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar og Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.