Fara í efni

Umsvif í Leifsstöð nú í janúar nálgast þau umsvif sem

fridrikmar
fridrikmar

Í erindi sem Magnús Oddsson ferðamálastjóri flutti á ráðstefnu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í gær fjallaði hann um þróun umfangs í ferðaþjónustu. Þar kom m.a. fram að komufarþegar í Leifsstöð í janúarmánuði síðastliðnum voru nálægt því að vera jafn margir og þeir voru í júlímánuði við opnun Flugstöðvarinnar árið 1987.

Árangur náðst í að jafna árstíðasveifluna
Magnús sagði að þetta sýndi þann árangur sem náðst hefði í að auka hér umfangið á lágönn og benti á að árið 1988 hefðu komið 4.12 ferðamenn í júlí á móti hverjum einum í janúar það ár, en nú kæmu 2.15 ferðamenn í júlí á móti hverjum einum í janúar. Þetta sýndi enn frekar árangur í að jafna árstíðasveifluna í ferðaþjónustunni, sem væri henni svo mikilvægt vegna nýtingar fjárfestinga, vinnuafls og fleiri þátta.

Magnús sagði að þegar litið væri til framtíðar þá mætti gera ráð fyrir að dagur í janúar árið 2020 yrði álíka annasamur í Flugstöðinni og háannadagur í júlí yrði á þessu ári. Þá sagði hann að gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af ferðaþjónustu þau 17 ár sem væru liðin frá opnun Leifsstöðvar væru um 350 milljarðar en gera mætti ráð fyrir að við ættum möguleika á að þessar tekjur yrðu nálægt 1.000 milljörðum á næstu 16 árum, þ.e. 2004-2020.

Erindið í heild.

Glærur frá fyrirlestrinum (pdf-1,1 MB)