Unnur Kendall Georgsson látin
03.06.2013
Úr timarit.is
Unnur Kendall Georgsson, fyrrverandi forstöðukona skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands í Bandaríkjunum, lést á
sjúkrahúsi í Florída í liðinni viku.
Unnur veitti skrifstofunni forstöðu í áratug, frá 1980-1990. Hún var eini starfskrafturinn þar og sinnti öllu því sem laut að
almennum kynningar- og upplýsingamálum í Norður-Ameríku. Meðfylgjandi mynd er úr tímaritinu
Lögberg-Heimskringlu frá árinu 1980, þegar tekið var viðtal við Unni í tilefni ráðningar hennar. Greinina í heild má lesa
hér á tíamrit.is