Uppfærð spá Ferðamálastofu um fjölda ferðamanna lækkar frá fyrri spá
Endurskoðuð spá Ferðamálastofu nær til áranna 2024-2026 en hún er lægri en fyrri spá er birt var í ársbyrjun. Endurskoðaða spáin er hér í töflunni í þúsundum ferðamanna, ásamt fyrri spá til samanburðar.
Nokkrir lykilþættir í horfum ferðaþjónustu
Fyrstu mánuðir ársins (janúar-apríl) voru nokkuð undir fyrri spá. Auk þess hefur dregið úr væntingum um komu ferðamanna til Íslands, sérstaklega vegna þess að búist er við að hagvöxtur í ríkjum OECD verði minni en áður var spáð. Vísbendingar þar að lútandi eru þegar farnar að sjást í bókunum á gistingu, flugi og leitaráhuga eftir ferðaþjónustu á netinu. Við skoðun leitaráhuga má nefna að sterkar vísbendingar eru um að ferðaþjónusta á öðrum Norðurlöndum nái betur til sinna markhópa og sé að taka til sín stærri skerf af þeim.
Einnig þarf að taka tillit til þess að áhrif eldsumbrota á Reykjanesi auka óvissu um vilja ferðamanna til að koma til landsins.
Spáð fjölgun ferðamanna 2025 og 2026
Ferðamálastofa bendir á að forsendur spárinnar um hagvöxt í ríkjum OECD leiða til þess að ferðamönnum fjölgi 2025 og 2026 frá því sem búist er við á árinu 2024. Gangi spáin eftir munu erlendir gestir um KEF verða orðnir álíka margir árið 2026 og árið 2018 þegar þeir voru flestir.
Nánari upplýsingar veita:
- Arnar Már Ólafsson, arnar@ferdamalastofa.is
- Jóhann Viðar Ívarsson, johann@ferdamalastofa.is