Upplýsinga- og viðvörunarskilti við Reynisfjöru
Í vikunni var nýtt upplýsinga- og viðvörunarskilti formlega afhjúpað í Reynisfjöru. Fimm aðilar kostuðu gerð og uppsetningu þess en það voru Ferðamálastofa, Kynnisferðir, Mýrdalshreppur, Hótel Dyrhólaey og Landsbjörg.
Á skiltinu eru ýmsar áhugaverðar upplýsingar fyrir ferðamenn og á gulum bakgrunni standa varnaðarorðin: ?Lífshætta -öldurnar geta verið ófyrirsjáanlegar og óvæntar, sjávarstraumar eru einstaklega sterkir. Farið því ekki nærri sjónum - Varist grjóthrun úr fjallinu.? Reynisfara er fjölsóttur ferðamannastaður allt árið en þar þarf, eins og svo víða í íslenskri náttúru, að fara með varúð og dæmi eru um hörmuleg slys. Þá má einnig geta þess að Ferðamálastofa hefur kostað gerð deiliskipulags á svæðinu, sem og við Sólaheimajökul. Á myndinni eru fulltrúar þeirra aðila sem komu að gerð skiltisins.