Upplýsingamiðstöð opnuð á Húsavík
Síðastliðinn sunnudag opnaði upplýsingarmiðstöð á Húsavík sem ber nafnið Húsavíkurstofa. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, sá um að opna Húsavíkurstofu formlega með því að klippa á borða í tilefni dagsins.
Húsavíkurstofu er ætlað að veita almennar upplýsingar til ferðamanna sem ferðast um svæðið sem að jafnaði eru um 80 þúsund manns. Húsavíkurstofa er ekki einungis upplýsingarmiðstöð heldur eru þar einnig seldar t.d. jeppaferðir, hestaferðir og gisting. Afgreiðsluborðið er í laginu eins og bátur og er það táknrænt fyrir Húsavíkurstofu þar sem ferðamönnum er boðið um borð í skoðun um svæði með upplýsingargjöf.
Símanúmerið í Húsavíkurstofu er 464 - 4300 og netfangið info@husavik.is. Húsavíkurstofa er opinn alla daga vikunnar milli kl. 09.00 - 19.00.