Upplýsingavefur á ensku um efnahagsástandið
08.01.2009
Upplýsingavefur um efnahagsástandið
Vert er að benda á upplýsingavef á ensku sem stjórnvöld hafa sett á fót vegna efnahagsástandsins á Íslandi á slóðinni www.iceland.org/info. Þar verða aðgengilegar upplýsingar sem stjórnvöld vilja koma á framfæri um áhrif og viðbrögð við því ástandi sem skapast hefur og aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til.
Mikilvægt að sem flestir viti hvar hægt er að leita heildstæðra upplýsinga um efnahagsvandann og fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem daglega fá fjölda fyrirspurna frá viðskiptavinum sínum erlendis er ekki úr vegi að hafa tengingar við þennan upplýsingavef á heimasíðum sínum.
Útbúnir hafa verið hnappar sem hægt er að nota. Sá http://iceland.org/info/press/link/