Fara í efni

Upplýsingavefur fyrir samkynhneigða ferðamenn

GayIce
GayIce

Opnaður hefur verið nýr upplýsinga- og ferðavefur fyrir samkynhneigða. Í fréttatilkynningu frá aðstandendum hans kemur fram að á vefnum verði hægt að nálgast gagnlegar upplýsingar um flest sem snýr að ferðalögum til Íslands, svo sem gistimöguleika, afþreyingu, menningu og listir, samgöngur, áhugaverð staði og fleira.

Fram kemur að helstu markmið vefsins séu að:

  • Vera leiðandi í miðlun upplýsinga til samkynhneigðra um Ísland og það sem landið hefur uppá að bjóða með áherslu á menningu og náttúru landsins
  • Vekja áhuga samkynhneigðra á Íslandi sem spennandi valkosti til að ferðast til og auka líkurnar á því að samkynhneigðir velji Ísland sem áfangastað
  • Veita gagnalegar upplýsingar til þeirra sem hyggja á ferðalög til Íslands, svo sem upplýsingar um samgöngur, staðhætti, menningu og fleira sem nauðsynlegt er fyrir ferðafólk að vita

Þá verður á vefnum reynt að gera menningu samkynhneigðra á Íslandi góð skil, t.d. að veita upplýsingar og fróðleik um samkynhneigða á Íslandi, upplýsingar um félagasamtök homma og lesbía og upplýsingar um gay-staði, svo sem kaffihús, bari, klúbba, uppákomur, listamenn, listalíf og fleira. Vefurinn verður til að byrja með einungis á ensku. Sjá nánar.