Fara í efni

Uppskeruhátíð ferðaþjónustu á Norðurlandi

Myvatn2
Myvatn2

Ferðamálasamtök Norðurlands eystra og vestra, Ferðaþjónustuklasinn og Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi bjóða til uppskeruhátíðar þann 10. nóvember. Þangað eru boðaðir allir sem starfa að ferðamálum á Norðurlandi.

Að þessu sinni eru Þingeyingar gestgjafar en áætlað er þessi hátíð verði haldin árlega og á mismunandi svæðum á Norðurlandi.

Markmiðið með hátíðinni er að efla samkennd og samvinnu á milli ferðaþjónustuaðila á Norðurlandi og að ferðaþjónustuaðilar kynnist því sem að önnur svæði hafa upp á að bjóða.

Nánari dagskrá verður send út á næstu dögum þar sem fram koma m.a. upplýsingar um skráningu og fleira.