Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi
17.10.2006
Hvítserkur
Þann 9. nóvember næstkomandi verður í annað sinn haldin uppskeruhátið ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Þangað eru sem fyrr boðaðir allir sem starfa að ferðamálum á Norðurlandi.
Að þessu sinni er Austur Húnavatnssýsla gestgjafinn.
Mæting er við upplýsingamiðstöðina að Brautarhvammi á Blönduósi kl. 11:00. Matur og skemmtun verður í boði gestgjafanna en eins og í fyrra mun hver og einn sjá um gistingu fyrir sig. Tilboð á gistingu er í athugun og verður auglýst eins fljótt og hægt er.
Skráning fer fram á heimasíðu MFN www.nordurland.is eða í gegnum netfangið: nordurland@nordurland.is og er fólk hvatt til að skrá sig sem fyrst og helst fyrir 2. nóvember.
Hátíðin í fyrra heppnaðist mjög vel og verður þessi ekki síðri að sögn aðstandenda sem hvetja alla til að taka þátt og mæta hress á Blönduós og skemmta sér með öðrum ferðaþjónustuaðilum á norðurlandi.