Úrslit í hugmyndasamkeppni um umhverfi Gullfoss
Tilkynnt hefur verið um úrslit í opinni hugmyndasamkeppni um umhverfi Gullfoss. Samkeppnin var haldin á vegum Umhverfisstofnunar í samvinnu við Arkitektafélag Íslands en verkefnið hlaut 5 milljón króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Markmið með samkeppninni var að fá fram heildarsýn á allar samgöngur og móttökusvæði innan samkeppnissvæðisins og taldi stofnunin mikilvægt að hugmyndir þátttakenda væru í anda sjálfbærrar þróunar.
Aldir renna
Verlaunatillagan nefnist “Aldir renna” en höfundar hennar eru Eyrún Margrét Stefánsdóttir arkitekt og María Björk Gunnarsdóttir arkitekt. Í áliti dómnefndar segir að keppendur hafi greinilega sett sig vel inn í staðhætti. “Heildarsýn er ágæt og rökstudd með nákvæmri staðháttargreiningu. Keppendur sýna í tillögunni nákvæman og blæbrigðaríkan skilning á umhverfinu,” segir orðrétt.
Nánar á vef Umhverfisstofnunar