VAKINN - fleiri fjarfundir um fræðslu og innleiðingu
Mjög góð viðbrögð hafa verið við fjarfundum fyrir ferðaþjónustuaðila um innleiðingu á VAKANUM, hinu nýja gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar, búið er að bæta við fundum og skráning stendur yfir á fund sem haldinn verður 4 maí.
Skráning til miðnættis 3. maí
Nýsköpunarmiðstöð Íslands stendur fyrir fundunum, sá fyrsti var í gær, annar fundur verður 27. apríl og sá þriðji þann 3. maí og eru þeir fullskipaðir. Fjórða fundinum hefur verið bætt við og verður hann 4. maí kl. 13-14. Skráningarfrestur er til miðnættis 3. maí. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að þátttakendur skrá sig á netfangið erla.sig@nmi.is. Gefa skal upp nafn, netfang, heiti fyrirtækis og símanúmer. Þátttakendur fá senda til baka slóð í tölvupósti sem þeir nota til að skrá sig inn á fundinn.
Fræðslan er hugsuð jafnt fyrir þá sem þegar hafa sótt um þátttöku í VAKANUM og eru að huga að innleiðingu og þá sem hyggja á umsókn. Hámarks fjöldi þátttakenda á hverjum fundi eru 15 manns, bætt verður við fundum eftir þörfum.
Nánari upplýsingar
Allar nánari upplýsingar veitir Erla Sigurðardóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, erla.sig@nmi, sími 522 9491.
Nánar um VAKANN á www.vakinn.is