VAKINN námskeið á Norðurlandi
Stórikarl við Langanes. Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson / arctic-images.com
Ferðamálasamtök Norðurlands Eystra í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands halda námskeið um innleiðingu VAKANS gæða- og umhverfiskerfis ferðaþjónustunnar. Námskeiðið skiptist í þrjár vinnulotur í febrúar og mars þar sem ferðaþjónustuaðilar hittast og vinna saman að umsókn í Vakann.
Fyrirtækin mynda starfshópa og vinna að umsókn sinni í Vakann og skráningu ýmissa gagna fyrir fyrirtæki sitt undir handleiðslu ráðgjafa.
Aðstoð við að vinna ýmis gögn
Megin viðfangsefni vinnulota er að aðstoða fyrirtæki við eigin umsókn í Vakann og við að vinna ýmiss gögn s.s. öryggisáætlanir, áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, símenntunaráætlun, grænt bókhald og önnur þau gögn samkvæmt gæðakerfi Vakans og nauðsynleg eru til að auka gæði rekstrar í einstökum fyrirtækjum.
Hægt að kaupa aukaráðgjöf
Símey setti upp námskeiðsáætlun og sér um handleiðslu á vinnufundum en hægt er að kaupa aukna ráðgjöf eftir vinnulotur ef þarf. Kennt verður að hluta á staðnum (á Akureyri og Húsavík) og að hluta í fjarfundi (sjá dagskrá).
Kostnaður og skráning
Kostnaður er 10 þús kr pr fyrirtæki, 5 þús fyrir samstarfsfyrirtæki MN. Fyrirtæki þurfa að greiða skráningargjald í Vakann til Ferðamálastofu, sjá nánar á www.vakinn.is. Lágmarksþátttaka er 6 fyrirtæki svo námskeið verði haldin. Tekið er við skráningum til 12. febrúar nk. Skráning fer fram á vef Markaðsstofu Norðurlands þar sem ennig er nánari dagskrá hverrar vinnulotu.