Vefsjá með tökustöðum kvikmynda
Game of Thones er meðal þáttaraða sem hér hafa verið teknar.
Ferðamálastofa hefur látið útbúa vefsjá sem sýnir upptökustaði þekktra erlendra kvikmynda og þátta hérlendis. Hugmyndin á bakvið vefsjána er sú að Ferðamálastofa vill auðvelda skipulagningu og vöruþróun í ferðamálum með því að gera upplýsingar um markverða staði aðgengilegar. Vitað er að margir hafa áhuga á stöðum sem hafa verið sögusvið þekktra kvikmynda og reynt er að gera grein fyrir þeim á vefsjánni.
Hvernig eru þessir staðir valdir?
Notast var við aðgengilegar upplýsingar, t.d. frá Íslandsstofu (www.filminiceland.com/case-studies/filming-locations/). Ferðamálastofa er opin fyrir ábendingum um aðrar kvikmyndir og aðra staði en þá sem þarna koma fram.
Það var Alta sem vann vefsjána og gagnagrunninn sem hún byggir á.
Hvernig má nota upplýsingarnar?
Öllum er heimilt að nýta upplýsingarnar sé heimilda getið í samræmi við reglur og venjur þar um. Sjá nánar hér. Þeir sem kynnu að vilja koma með ábendingar eða leiðréttingar geta haft samband með því að senda tölvupóst á kortlagning@ferdamalastofa.is eða hringja í Ferðamálastofu í síma 535-5500.