Vegahandbókin komin út
Ný og endurbætt útgáfa af Vegahandbókinni er komin út og þýsk útgáfa væntanleg. Í bókunum er nýjung sem er ítarleg 24 síðna kortabók með ítarlegum yfirlitskortum sem veitir góða yfirsýn yfir landsvæðið sem ferðast er um og auðveldar notkun bókanna, segir í tilkynningu. Kortin eru í mæikvarðanum 1:500 000. Áhersla er lögð á vegakerfið, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á kortin eru merktir þeir staðir sem bjóða upp á gistingu, tjaldsvæði, sund, golf, söfn, sýningar, upplýsingamisðtöðvar og margt fleira.
Eyjafjallajökull hvað??
Samhliða hefur verið opnuð ný heimasíða, www.vegahandbokin.is þar sem er að finna margvíslegan fróðleik um land og þjóð. Vefurinn er á íslensku, ensku og þýsku. Í ítarupplýsingum er fjallað um 3000 staði á Íslandi. Meðal annars er hægt að hlusta á hvernig þeir eru bornir fram svo nú á ekki að vefjast fyrir neinum að segja Eyjafjallajökull.