Fara í efni

Verkefnastyrkir NORA 2006

Nora
Nora
Norræna Atlantsnefndin (NORA) hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna á milli Íslands og hinna NORA landanna, þ.e. Grænlands, Færeyja og Noregs.

NORA er skammstöfun sem stendur fyrir Nordisk Atlantsamarbejde sem hefur verið þýtt sem Norræna Atlantsnefndin á íslensku. Nefndin heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og telst þar vera hluti af norrænu samstarfi á sviði byggðamála og svæðasamvinnu. Starfssvæði NORA er Ísland, Færeyjar, Grænland og strandhéruð Noregs.

Nora veitir árlega styrki til verkefna sem stuðla að auknu samstarfi og yfirfærslu þekkingar í atvinnulífi á milli landanna á eftirtöldum sviðum:

  • Auðlindir sjávar
  • Ferðamál
  • Upplýsingatækni
  • Annað samstarf-verkefni sem efla fámenn byggðarlög í löndunum.

Fjárstyrkir verða helst veittir fyrirtækjum, einum eða í samstarfi við rannsóknar og þróunarstofnanir. Umsóknir skulu hafa borist í síðasta lagi 3. apríl næstkomandi.

Skoða auglýsingu (PDF)