Viðhorfskönnunin aðgengileg á vefnum
Vert er að benda á að ný könnun Ferðamálastofu um viðhorf Íslendinga til gæða ferðaþjónustu hérlendis er aðgengileg hér á vefnum. Könnunin var kynnt á Ferðamálaráðstefnunni í síðustu viku og vakti verðskuldaða athygli.
Markmið könnunarinnar var að mæla viðhorf Íslendinga til gæða á nokkrum grunnþáttum íslenskrar ferðaþjónustu, byggja upp gagnagrunn sem nýta má til samanburðar í endurteknum könnunum og byggja upp gagnagrunn sem sértækari rannsóknir geta tekið mið af. Um var að ræða rafræna könnun á tímabilinu 17.-31. október 2006 og náði hún til fólks á aldrinum 18?70 ára af öllu landinu. Úrtakið var 1460 manns úr svokölluðum netpanel og var svarhlutfallið 75,6%. Framkvæmd og úrvinnsla var í höndum Capacent Gallup.
Efnisþættir könnunarinnar
Þeir þættir sem mældir voru í könnuninni voru:
- Veitinga- og skyndibitastaðir
- Gisting
- Afþreying
- Samgöngur
- Upplýsingagjöf
- Ferðamannastaðir
- Vegakerfið
- Ferðaþjónusta á Íslandi í samanburði við ferðaþjónustu erlendis
Svarendur voru beðnir um að gefa nokkrum atriðum innan hvers þáttar einkunn á kvarðanum 0 til 10, en alls var spurt um ríflega 150 efnisþætti í könnuninni.
Meðaleinkunn 6,6 að verðinu slepptu
Ferðaþjónustuþættir sem voru lagðir til grundvallar í könnuninni að verðlagningu undanskilinni fá að jafnaði 6,6 í einkunn. Af 89 þáttum voru 54 með hærra en meðaltalið en 33 með lægra. Verðlagning fær hins vegar að jafnaði 4,8 í einkunn og af 23 þáttum voru 13 með hærra en meðaltalið en 9 með lægra. Annars var meðaleinkunn einstakra þátta þessi:
Afþreying 6,9
Gisting 6,8
Upplýsingagjöf 6,5
Samgöngur 6,5
Veitingastarfsemi 5,0
Vegakerfið 4,3
- Glærukynning með helstu niðurstöðum (PDF 0,2 MB)
- Könnunnin í heild sinni (PDF 2 Mb)
Mynd: Frá ferðamálaráðstefnunni 2006.