Viðurkenningar á uppskeruhátíð
Síðastliðinn fimmtudag var blásið til uppskeruhátíðar ferðaþjónustunnar á Norðurlandi. Það voru Ferðamálasamtök Norðurlands eystra og vestra, Ferðaþjónustuklasinn/ Vaxey og Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi sem höfðu forgöngu að hátíðinni, sem nú var haldin annað árið í röð.
Að þessu sinni voru Austur-Húnvetningar gestgjafar. Dagurinn endaði með kvöldskemmtun í Kantrýbæ á Skagaströnd þar sem m.a. ýmsar viðurkenningar voru veittar. Skíðasvæðin á Akureyri og Dalvík fengu viðurkenningu fyrir áhuagverða nýjung í ferðaþjónustu vegna snjóframleiðslu. Tveir einstaklingar fengu viðurkenningu fyrir áralangt starf að ferðaþjónustu, þau Bára Guðmundsdóttir í Staðarskála, og Hallbjörn Hjartarson, "kántrýkóngur" á Skagaströnd. Markaðsskrifstofa Ferðamála á Norðurlandi veitti viðurkenningarnar sem Einar Oddur Kristjánsson, formaður Ferðamálaráðs, afhenti. Að Markaðsskrifstofunni standa Ferðamálasamtök Norðurlands eystra og Ferðamálasamtök Norðurlands vestra.
Þá fékk Hólaskóli viðurkenningu Ferðamálasamtaka Íslands og hana afhenti Pétur Rafnsson, formaður samatakanna, sjá mynd: