Fara í efni

Viðurkenningar til ferðaþjónustubænda

vetrarkonnun1
vetrarkonnun1

Á nýliðinni Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda veitti skrifstofa Ferðaþjónustu bænda sex bæjum innan samtakanna viðurkenningar. Er það í annað sinn sem skrifstofan veitir verðlaun sem þessi en viðurkenningar voru veittar í tveimur flokkum.
 
Framúrskarandi ferðaþjónustubær
Í flokknum Framúrskarandi ferðaþjónustubær 2012 fengu eftirfarandi viðurkenningu: Lea Helga og Marteinn í Hestheimum í Ásahreppi, Eyja Þóra og Jóhann á Hótel Önnu á Moldnúpi og Fríða og Guðmundur á Kirkjubóli í Bjarnardal. 
 
Þessi viðurkenning er veitt fyrir einstaka frammistöðu á árinu og byggist matið á umsögnum gesta auk þess sem leitað var umsagna erlendra ferðaskrifstofa. Þá var einnig horft til þeirra gæða sem staðurinn stendur fyrir að mati starfsfólks skrifstofunnar. 

Hvatningaverðlaun Ferðaþjónustu bænda 2012 
Í flokknum Hvatningaverðlaun Ferðaþjónustu bænda 2012 fengu eftirfarandi viðurkenningu: Arnheiður og Guðmundur á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði, Björg og Snæbjörn í Efstadal við Laugarvatn og Arngrímur Viðar á Gistiheimilinu Álfheimum á Borgarfirði Eystra. 
 
Hvatningaverðlaunin eru veitt félagsmönnum fyrir einstaka og vel útfærða hugmynd og frumkvæði að uppbyggingu í ferðaþjónustu sem miðar að skemmtilegri og innihaldsríkri upplifun fyrir gestina.

Mynd: Ragnar Th. Sigurðsson, arctic-images.com