Vinnufundur um nýsköpun í norrænni ferðaþjónustu
Dagana 3.-4. júní næstkomandi verður haldinn vinnufundur (workshop) í Kaupmannahöfn um nýsköpun í ferðaþjónustu á Norðurlöndunum með áherslu á ferðamennsku tengda náttúrunni. Það er Norræna nýsköpunarmiðstöðin (Nordisk Innovations Center) sem gengst fyrir fundinum.
Mörg fróðleg erindi verða flutt þessa daga auk þess sem tækifæri gefst til að hitta fólk frá hinum norrænu löndunum og skapa tengsl. Skráningarfrestur er til 30. maí. Nánar um fundinn
Um Norrænu nýsköpunarmiðstöðina
Norræna nýsköpunarmiðstöðin (NIC) á að vinna að því að Norðurlönd verði virkur innri markaður án landamæra þar sem ekkert kemur í veg fyrir frjálsan flutning hæfni, hugmynda, fjármagns, fólks eða afurða. Stofnunin á að stuðla að aukinni samhæfingu nýsköpunarkerfa ríkjanna þannig að fyrirtæki í einu ríkjanna geti sótt um aðstoð frá nýsköpunarkerfi í öðru þeirra. Hún á þannig að stuðla að sameiginlegum þekkingarmarkaði á Norðurlöndum. Skrifstofa Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar er í Ósló en starfsmenn hennar eru frá öllum norrænu ríkjunum. Íslenski fulltrúinn heitir Sigríður Thormóðsdóttir. Nánar um NIC
Benda má á að nýverið auglýsti NIC eftir styrkjum sem haf að markmiði að ýta undir nýsköpun í vöruþróun, þjónustu og útflutningi og markaðssetningu sem og sjálfbæra ferðaþjónustu. Stuttri verkefnalýsingu (fyrsta skref) skal skila inn eigi síðar en 6. júní 2008. Nánar og styrki NIC