Vinsælustu fréttir ársins
05.01.2024
Við áramót er til siðs að líta um öxl skoða hvað gerðist á nýliðnu ári. Til gamans fylgir hér smá samantekt yfir lestur á fréttum á vef Ferðamálastofu á árinu 2023.
- Það birtust 124 nýjar fréttir á vefnum á árinu, 90 á íslenska hlutanum og 34 á þeim enska
- Alls voru um 1.200 fréttir á íslenska hluta vefsins lesnar 2 sinnum eða oftar á árinu
- Samtals fengu fréttir á íslenska hlutanum 29.700 lestra, sem er um 10% af umferð vefsins
Hvað var mest lesið?
Frétt um úthlutun Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða var mest lesna fréttin á vefnum í fyrra. Myndin til hliðar er einmitt henni tengt en verkefnið „Baugur Bjólfs“ á Seyðisfirði fékk hæstu úthlutunina.
Mest lesnu fréttir nýliðins árs voru annars þessar:
- 550 milljónir til ferðamannastaða hringinn í kringum landið
- Yfirlit um spár um fjölda ferðamanna
- Ferðaþjónusta í tölum – janúar 2023: Samantekt fyrir árið 2022
- Ferðaþjónusta í tölum - samantekt fyrir sumarið 2023
- Nýju meti í fjölda ferðamanna spáð þegar á þarnæsta ári
- Upplýsingar um réttindi ferðafólks vegna COVID-19
- Ferðaþjónusta og skemmtiferðaskipin - Kynningarfundur
- Neyðarnúmer og upplýsingasíða til að liðsinna hótelgestum í vanda vegna vinnustöðvunar
- Hvað gerðu erlendir ferðamenn í fyrra?
- Öryggi ferðamanna við krefjandi aðstæður: Á að loka?
- Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2024
- Tæplega 1,7 milljón erlendir farþegar 2022
- Tekjur af skemmtiferðaskipum meiri en af góðri loðnuvertíð