Fara í efni

Workshop í Suður-Evrópu, skráningarfrestur

Goðafoss
Goðafoss

Nú í haust, líkt og í fyrra, býður Ferðamálastofa upp á ?Workshops? í þremur mikilvægum markaðslöndum íslenskrar ferðaþjónustu í Suður-Evrópu, Spáni, Frakklandi og Ítalíu. Líkt og áður er verkefnið unnið í samstarfi við við hin Norðurlöndin.

Á ?Workshopin? verður boðið áhugaverðum viðskiptaaðilum úr sameiginlegum gagnabanka Norðurlandana og einnig verður keyptur aðgangur í aðra gagnabanka til að ná til nýrra viðskiptavina. Tímasetningin er hagstæð fyrir alla söluaðila sem vilja fylgja eftir fundum frá Vestnorden eða stofna til nýrra sambanda á þessum mörkuðum.

Fundirnir verða sem hér segir:

6. október 2010 Barcelona - ásamt Danmörku og Svíþjóð
7. október 2010 Madrid - ásamt Danmörku og Svíþjóð
12. október 2010 Paris - ásamt Danmörku og Svíþjóð
14. október 2010 Milano - ásamt Danmörku, Svíþjóð og Noregi

Að jafnaði er gert ráð fyrir 80- 100 þátttakendum úr röðum ferðaskipuleggjanda orlofsferða og MICE, auk sérvalinna blaðamanna. Gerð verður handbók um seljendur sem dreift verður til gesta. Seljendur fá handbók með upplýsingum um skráða kaupendur, sem verða úr hópi yfir aðila sem boðið verður. Að auki er gert ráð fyrir kynningu á áfangastöðunum fyrir kaupendur og kynningu á mörkuðunum fyrir seljendur.

Verð fyrir hvern stað er 1.200 EUR auk Vsk. pr fyrirtæki/1 starfsmaður. 200 EUR fyrir auka starfsmann.
Þáttaka tilkynnist á meðfylgjandi eyðublaði fyrir 21. júni 2010. Takmarkaður fjöldi fyrirtækja getur tekið þátt.

Þeir sem bóka sig á alla 4 staðina hafa forgang umfram þá sem bóka 3, 2 eða 1 stað. Að öðru leyti gildir ?fyrstur kemur fyrstur fær?.

Frekari upplýsingar um ferða- og gistimöguleika verður farið yfir þegar þátttaka liggur fyrir. Engin ferðakostnaður er innifalin í verðunum.