World Travel Market hefst í dag
Ferðamálaráð Íslands er líkt og undanfarin ár meðal þátttakenda á hinni árlegu ferðasýning World Travel Market í London sem í dag, mánudag. Að þessu sinni taka 15 íslensk fyrirtæki þátt.
World Travel market er ein stærsta ferðasýning í heimi en hún er haldin í glæsilegri sýningahöll, ExCel í Docklands, austast í London. Öll aðstaða til sýningarhalds er eins og best verður á kosið og þarna koma saman þúsundir sýnenda frá öllum heimshornum. Norðurlöndin standa saman að þátttökunni líkt og verið hefur undanfarin ár þar sem hvert landanna hefur sinn bás innan sýningarsvæðisins. ?Þetta fyrirkomulag hefur reynst ágætlega og heldur kostnaðinum niðri,? segir Sigrún Hlín Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi Ferðamálaráðs á Bretlandsmarkaði.
Strangara eftirlit á ?trade? dögum
Að hennar sögn verður þátttaka og framkvæmd sýningarinnar af hálfu Íslands með hefðbundnum hætti. ?Sýningarhaldarar hafa verið að bæta þjónustuna og nú verður strangara eftirlit með því að tvo fyrri sýningardagana, mánudag og þriðjudag, verði eingöngu ?trade? sem kallað er, þ.e. að einungis fagaðilum í viðskiptaerindum verði veittur aðgangur eins og reglur sýningarinnar kveða áum. Á miðvikudaginn er síðan almenningur og fagaðilar í bland en síðasti dagurinn, fimmtudagur, er eingöngu hugsaður fyrir almenning,? segir Sigrún.
Móttaka fyrir fjölmiðla og ferðaþjónustufólk
Markmiðið með svona sýningu er auðvitað fyrst og fremst að skapa viðskipti fyrir íslenska ferðaþjónustu og samhliða sjálfri sýningunni er reynt að stuðla að því með ýmsum öðrum hætti. Á mánudagskvöldið verða Norðurlöndin t.d. með sameiginlega móttöku fyrir blaðamenn og ferðaþjónustuaðila og hafa vel á annað hundrað aðilar þegar skráð sig. Hlutur Íslands í veitingum á básnum kemur frá Iceland Springwater, Ölgerð Egils Skallagrímssonar og Iceland Seafood.
Mynd: Frá World Travel Market 2005
Ferðamálaráð/ÁH