Yfirlýsing að gefnu tilefni
Undir lok síðasta árs kom í ljós að einstaklingur sem fenginn var gegn greiðslu til þátttöku í gerð fræðsluefnis fyrir verkefnið Gott aðgengi, á vegum Ferðamálastofu í samstarfi við Sjálfsbjörg, ÖBÍ réttindasamtök, o.fl., hefur tilheyrt samtökum sem vegið hafa að réttindum trans fólks. Eftir að fræðsluefnið var birt á heimasíðum samstarfsaðilanna bárust athugasemdir vegna þátttöku viðkomandi og var sú ákvörðun tekin í kjölfarið að hætta birtingu efnisins.
Megintilgangur verkefnisins er að fræða og upplýsa. Þegar í ljós kemur að leikari eða sögumaður viðhefur skoðanir sem ganga gegn réttindum fólks er hætta á að sett markmið náist ekki með birtingu þess.
Hver einstaklingur er að sjálfsögðu frjáls að sínum skoðunum en mikilvægt er að sá sem fenginn er til að vera í forsvari fyrir verkefni á borð við Gott aðgengi sé trúverðug rödd þeirra sjónarmiða sem verkefnið stendur fyrir.
F.h. samstarfsaðila um verkefnið Gott aðgengi
Ferðamálastofa, Sjálfsbjörg og ÖBÍ – réttindasamtök.