Ferðamálaþing 2011 - samspil ferðaþjónustu og skapandi greina
Iðnaðarráðuneyti og Ferðamálastofa í samvinnu við Hönnunarmiðstöð, Arkitektafélag Íslands, Byggðasafn Vestfjarða, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Íslandsstofu buðu til ferðamálaþings á Ísafirði 5-6 október 2011. Meginþema þingsins var upplifun með áherslu á samspil ferðaþjónustu og skapandi greina.
Eins og sjá má hér að neðan var dagskráin afar vönduð með fjölda áhugaverðra fyrirlestra. Þá var haldin málstofa sem hugsuð var sem vettvangur skoðanaskipta um afmörkuð málefni sem varða ferðaþjónustu og skapandi greinar. Jafnframt voru afhent hvatningarverðlaun iðnaðarráðherra fyrir verkefni sem miða að samstarfi skapandi greina og ferðaþjónustu.
Hér að neðan má sjá upptökur frá þinginu
- Setningarræða ráðherra ferðamála – Katrín Júlíusdóttir
- Um áttavita landamæraleysis
- Hrund Gunnsteinsdóttir, þróunarfræðingur og framkvæmdastjóri Krád consulting - Samspil upplifunar, hönnunar og ferðaþjónustu
- Sigurður Þorsteinsson hönnunarhugsuður og formaður stýrihóps um Mótun Hönnunarstefnu Íslands - Uppskrift að KEXi
- Kristinn Vilbergsson, einn af stofnendum KEX Hostel - Upplifanir skipta máli í fyrirtækjarekstri
- Guðmundur Arnar Guðmundsson vörumerkjastjóri Icelandair - Upplifunarhönnun
– Hlín Helga Guðlaugsdóttir, vöruhönnuður og lektor við mastersnám í upplifunarhönnun við Konstfack, University of Arts, Craft and Design, Stokkhólmi - Um ferðamannastaði og áfangastaði
– Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri - How to create valuable experiences?
-Bård Jervan, Cluster Manager from the cluster Innovative Experiences. www.seeyouinnorway.com - Hvað þýða viðurkenningar og verðlaun fyrir áfangastaði?
-Gústaf Gústafsson forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða - Tónlistartengd ferðaþjónusta og hagræn áhrif hennar á áfangastaði
-Tómas Young verkefnisstjóri hjá Útón - GÓÐIR STAÐIR, uppbygging ferðamannastaða.
-Borghildur Sölvey Sturludóttir - arkitekt FAÍ