Ferðamálaþing 2017
Ferðamálaþing 2017 var haldið í Hörpunni 4. október. Yfirskrift þingsins var "Sjálfbærni - Áskoranir á öld ferðalangsins". Þingið var hið fjölmennasta frá upphafi enda dagskráin einkar áhugaverð. Hæst bar ávarp Talib Rifai, aðalritara ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) en hann má telja æðsta embættismann heims á sviði ferðamála.
Þingið hófst með ávarpi forseta Íslands, Hr. Guðna Th. Jóhannessonar og á eftir honum töluðu ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Taleb Rifai.
Einn af hápunktum þingsins var undirritun alþjóðlegra siðareglna UNWTO fyrir ferðaþjónustu, sem nú hafa verið þýddar á íslensku. Það gerðu þær Helga Árnadóttir, fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, fyrir hönd Íslenska ferðklasans.
Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu voru samkvæmt venju afhent á þinginu og komu í hlut Síldarminjasafnsins á Siglufirði.
Erindi fyrirlesara
Tourism and climate change: Rethinking volume growth
-Stefan Gössling, Professor Western Norway Research Institute (Verður flutt á ensku)
Hraðvaxandi borgin Reykjavík – ferðamenn og samfélagið
-Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
Vonarstjarna eða vandræðabarn? – efnahagsleg áhrif ferðaþjónustunnar
-Pálmar Þorsteinsson, sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands
“The Ideal Iceland May Only Exist in Your Mind” Hversu sjálfbær er framtíð íslenskrar ferðamennsku?
-Rannveig Ólafsdóttir, prófessor í ferðamálfræði við Háskóla Íslands
Hefur ferðaþjónustan gleypt Ísland? Hugleiðingar um ferðaþjónustu og samfélag
-Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála
Akstur á undarlegum vegi
-Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri
Til hvers ferðumst við?
-Bergur Ebbi, rithöfundur