Möguleikar Íslands á þýska markaðinum, nóv 2012
Ferðamálastofa efndi þann 15. nóvember 2012 til fundar þar sem kynnt var skýrsla um möguleika Íslands á þýska ferðamarkaðinum.
Skýrslan var unnin af FUR (Forschungsgemeinschaft Urlaub und Reisen) að beiðni ferðamálaráða Íslands, Grænlands og Færeyja og var fjármögnuð af NATA. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi á Vestnorden 2012 og vöktu þá mikla athygli. Því var ákveðið að efna til sérstakrar kynningar á skýrslunni fyrir íslenska ferðaþjónustuaðila, enda þýski markaðurinn okkur afar mikilvægur, eins og allir vita.
Skýrslan er unnin upp úr gögnum úr "German Reiseanalyse 2012" sem er umfangsmesta könnun sem reglulega er gerð á þýska ferðamarkaðinum. Fyrirlesari var Ulf Sontag og má nálgast kynningu hans hér að neðan.
Möguleikar Íslands á þýska ferðamarkaðinum (PDF 0,7 MB)