Stikum af stað - Ráðstefna um ferðagönguleiðir
Ferðamálstofa, Ferðafélag Íslands og Útivist stóðu fyrir ráðstefnu um ferðagönguleiðir 5. mars 2015 undir yfirskriftinni "Stikum af stað". Á ráðstefnunni var fjallað um framtíðarskipulag og -þróun lengri gönguleiða. Ráðstefnan var haldin í sal Ferðafélags Íslands Mörkinni.
Á ráðstefnunni var fjallað um framtíðarskipulag og -þróun lengri gönguleiða. Meðal framsögumanna var Lukas Stadtherr frá Swiss Mobility en sú stofnun hefur það hlutverk að þróa landsnet ferðaleiða í Sviss. Verkefnið hófst 1993 og nú er í Sviss vel þróað net göngu-, hjóla-, línuskauta- og kanóleiða.
Strax í kjölfarið kynnti Gísli Rafn Guðmundsson verkefnið Þjóðstígar á Íslandi, en segja má að með því verkefni sé stigið fyrsta skrefið á þeirri leið sem Sviss hefur farið í sínu ferðaleiðaskipulagi.
Því næst sex styttri fyrirlestrar um uppbyggingu og framtíðarsýn fyrir langar gönguleiðir og tengda áfangastaði, þar sem meðal annars var fjallað um Laugaveginn, Reykjaveginn, Dalakofann og nágrenni, Pílagrímaleiðina, Hornstrandir og þjóðgarða og gönguleiðir á Nýja-Sjálandi.
Hér að neðan má nálgast upptökur frá ráðstefnunni
Ferðamálastjóri setur ráðstefnuna
Stefnumótun og uppbygging þjóðstígakerfis á Íslandi Gísli Rafn Guðmundsson
Laugavegurinn 35 ár uppbygging Páll Guðmundsson
Reykjavegur á Reykjanesi Gunnar Hólm Hjálmarsson
Gönguleiðir í þjóðgörðum Nýja-Sjálands Einar Sæmundsen
Dalakofinn - uppbygging á nýju svæði - Linda Udengård
Pílagrímaleiðin Bær-Skálholt - Hulda K. Guðmundsdóttir
Hornstrandir Páll Ásgeir Ásgeirsson