Uppbygging ferðamannastaða 2011
Ferðamálastofa boðaði til málþings fimmtudaginn 14. apríl 2011 á Grandhótel. Til umræðu var uppbygging og skipulag ferðamannastaða. Meðal fyrirlesara var Audun Pettersen frá Innovasjon Norge og einnig hópur innlendra fyrirlesara með þekkingu á málaflokknum. Málþingið hófst kl. 08:30 og lauk kl. 11:30. Síðasta klukkutímann stjórnaði Sævar Kristinsson ráðgjafi hjá Netspori, umræðuhópum (Heimskaffi).
Hér að neðan má nálgast erindin sem flutt voru á málþinginu. Þau eru öll á PFD-formi nema erindi Audun Pettersen sem opnast í nýrri vefsíðu. Neðst er síðan tengill á nokkrar myndir sem teknar voru.
Erindi:
Audun Pettersen, sviðsstjóri, Innovation Norway
Uppbygging ferðamannastaða í Noregi " White Book" (erindið er því miður ekki lengur aðgengilegt)
Edward Huijbens, forstöðumaður RMF
Kortlagning á auðlindum ferðaþjónustunnar
Halldóra Vífilsdóttir, arkitekt
Menningarstefna í mannvirkjagerð og mikilvægi góðs
undirbúnings
Bjarki Gunnar Halldórsson, arkitekt
Sjávarþorpið Suðureyri - kortlagning og framtíðarsýn
Oddur Hermannsson, landslagsarkitekt
Hönnun trappna og útsýnispalls við Seljalandsfoss og Skógafoss
Hreinn Óskarsson, skógarvörður
Uppbygging útivistarsvæðis með aðgengi fyrir alla -
Þjórsárdalsskógur
Kristín Þorleifsdóttir, landslagsarkitekt
Viðmið fyrir skipulag vistvænna ferðamannastaða
Egill Guðmundsson, arkitekt
Vistvæn þjónustuhús
Anna G. Sverrisdóttir, ráðgjafi
Framsýni og fagmennska, langtímahugsun skilar arði
Borghildur Sölvey Sturludóttir, arkitekt
Vandaðir ferðamannastaðir- hvað þarf að gera?
Sævar Kristinsson, ráðgjafi
Kynning á "Heimskaffi"