Samantekt um atvik í íslenskri náttúru

Á ferðaþjónustuvikunni í janúar 2025 kynnti Oddný Þóra Óladóttir, sérfræðingur á rannsóknarsviði Ferðamálastofu, samantekt sem hún hefur unnið um atvik í íslenskri náttúru þar sem fólk hefur lent í aðstæðum sem ógna öryggi þess, valda slysum og jafnvel banaslysum. Í dag er engin samræmd atvikaskráning til fyrir slys og óhöpp í ferðaþjónustu og því um þarft verkefni að ræða.