Digital Media Marketing in Tourist Industry
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Digital Media Marketing in Tourist Industry |
Lýsing | Niðurstöður könnunar sem MMR vann meðal íslenskra og færeyskra ferðaþjónustufyrirtækja um notkun þeirra á stafrænum lausnum í markaðsmálum. Könnunin var unnin í tengslum við norrænt verkefni, leitt af Ferðamálastofu um stafræna þróun ferðaþjónustu og styrkt var af Norrænu ráðherranefndinni. Markmið verkefnisins var að stuðla að aukinni samkeppnishæfni ferðaþjónustu með stafræna þróun í greininni að leiðarljósi. Var því horft til þess með hvaða hætti verkefnið gæti leitt til aukinnar notkunar stafrænnar tækni meðal ferðaþjónustuaðila við daglegan rekstur, markaðssetningu og þróun þjónustu fyrir ferðamenn. Jafnframt er verkefninu ætlað að vekja athygli á tækifærum opinberra aðila innan stoðkerfis ferðaþjónustunnar til að nýta stafræna tækni m.a. við miðlun hvers kyns upplýsinga. T.d. á sviði öryggis- og umhverfismála, og við framkvæmd eftirlits og styðja þannig við sjálfbæran framgang greinarinnar. Horft var til þess að niðurstöður kannana, gerðar í tengslum við verkefnið, nýtist við stefnumótun Ferðamálastofu og sambærilegra stofnanna á norðurlöndum og forgangsröðunar áhersluverkefna. Þá er verkefninu einnig ætlað að leggja grunn að vakningu ferðaþjónustuaðila um tækifæri stafrænna lausna til að auka skilvirkni og bæta upplifun ferðamanna |
Skráarviðhengi |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Ímynd og markaðsmál |
Útgáfuár | 2020 |
Útgefandi | Ferðamálastofa |
Leitarorð | digital, stafrænt, stafræn, stafræn væðing, norðirlöndin, norðurlönd, markaðssetning |