Fara í efni

Markhópar fyrir íslenska ferðaþjónustu

Nánari upplýsingar
Titill Markhópar fyrir íslenska ferðaþjónustu
Lýsing

Í október 2016 var Íslandsstofu úthlutað það verkefni frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu (ANR) að greina þá markhópa sem þykja hvað ákjósanlegastir fyrir íslenska ferðaþjónustu. Stjórnstöð ferðamála forgangsraðaði verkefnum og rannsóknum á sviði ferðaþjónustu, byggt á fyrri vinnu RMF, Ferðamálastofu og ANR og var úthlutun verkefnisins í kjölfar þeirrar vinnu. Stjórnstöð ferðamála starfaði sem sérstakur eftirlitsaðili á framkvæmd verkefnisins fyrir hönd ráðuneytisins. Verkefnið var unnið í samvinnu við Háskólans á Bifröst, Háskólans á Akureyri og Rannsóknarmiðstöð ferðamála (RMF) en sá hópur hafði einnig unnið forvinnu á aðferðafræði við greiningu á markhópunum. Hægt að finna tvær ítarlegar skýrslur um forvinnunna á heimasíðu rfm.is og bifrost.is.

Markhópagreining fyrir íslenska ferðaþjónustu er liður í því að auka þekkingu á ferðaþjónustu og byggja á traustari grunn undir atvinnugreinina hér á landi. Tilgangur og meginmarkmið verkefnisins er að þróa betri tól og tæki til að stunda hnitmiðaða og skilvirka markaðssetningu íslenskra áfangstaða á erlendum mörkuðum. Fyrirtæki og aðrir hagsmunaaðilar ferðaþjónustunnar geta nýtt sér markhópagreiningu við markaðssetningu og vöruþróun sinni og íslenskir rannsóknaraðilar geta fylgst betur með þróun og ferðahegðun markhópa og hafa aðgang að þeim gögnum sem verkefnið skilar af sér. Síðast en ekki síst er verkefninu ætlað að aðstoða ferðaskipuleggjendur, ferðaþjónustuaðila, markaðsfólki, stoðkerfinu, hinu opinbera og fjárfestum við upplýstari ákvarðanatöku til að auka arðsemi og sjálfbærni Íslands til langstíma.

Samkeppnishæfustu áfangastaðirnir og ferðaþjónustufyrirtækin skilja mikilvægi þess að þekkja hverjir eru þeirra bestu viðskiptavinir, hvað þeir vilja upplifa og hvernig á að koma því á framfæri til þeirra svo að skilaboðin hafi áhrif og vægi. Þessi aukna þekking skilar sér í sterkari markaðsáherslum og betri afkomu, en slíkar rannsóknir eru yfirleitt kostnaðarsamar og ekki á færi allra til að framkvæma.

Nú loksins eiga allir hagsmunaaðilar ferðaþjónustunnar tækifæri á að nálgast slíka þekkingu, án tilkostnaðar, og dýpka skilning sinn á þeim markhópum sem þykja hvað ákjósanlegastir fyrir íslenska ferðaþjónustu ásamt leiðbeiningum um hvernig hægt sé að skerpa betur á markaðssetningunni. Rannsakaðir voru 14.000 ferðamenn á sjö markaðssvæðum (Bandaríkin, Kanada, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Sviss og Danmörk) þar sem þeir voru aðgreindir í hópa útfrá lífsháttum, persónugerð, neyslu, ferðagildum og hvernig þeir mæta þörfum og markmiðum íslenskrar ferðaþjónustu.

Skráarviðhengi
Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Ímynd og markaðsmál
Útgáfuár 2017
Útgefandi Íslandsstofa
Leitarorð markaðsmál, markaðssetning, markhópar, markhópagreining, íslandsstofa, markaðir, markaður, samkeppni, samkeppnishæfni