Erlendir ferðamenn á Íslandi 2018: Lýðfræði, ferðahegðun og viðhorf
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Erlendir ferðamenn á Íslandi 2018: Lýðfræði, ferðahegðun og viðhorf |
Lýsing | Ferðamálastofa hefur gefið út nýja skýrslu með úrvinnslu og samantekt á upplifun og ferðahegðun erlendra ferðamanna fyrir árið 2018. Skýrslan er unnin úr gögnum könnunar Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands sem hefur staðið yfir síðan í júní 2017. Einnig eru birtar sérstakar samantektir fyrir sex þjóðerni og eitt markaðssvæði. Meðal þess sem könnunin leiðir í ljós eru upplýsingar um bókunar- og ákvörðunarferlið varðandi Íslandsferð, dvalarlengd, tegund gistimáta, útgjöld, tilgang ferðar, hvaða landshlutar voru heimsóttir, hvaða afþreying var nýtt, og álit eða ánægju með ýmsa þætti sem snerta ferðalög fólks hér á landi. Ítarlegri þekkingGagnasöfnun vegna könnunarinnar hófst um mitt ár 2017 en með henni verður til ítarlegri þekking á viðhorfi og atferli erlendra ferðamanna en hingað til hefur legið fyrir. Þar skipta mestu regluleg gagnasöfnun, greining og örari birting á niðurstöðum. Þannig eiga að skapast forsendur til að fylgjast betur með breytingum og þróun á lýðfræði, ferðahegðun og viðhorfum erlendra ferðamanna og með því mynda kjölfestu til framtíðar í þekkingu á þessari undirstöðuatvinnugrein. Könnunin er tvískipt, annars vegar flugvallakönnun á Keflavíkurflugvelli sem framkvæmd er við brottför og hins vegar netkönnun sem send er eftir á til þeirra svarenda sem samþykkja frekari þátttöku. Nefna má að á bak við flugvallarhluta könnunarinnar 2018 eru svör frá yfir 22 þúsund manns. Í skýrslunni eru niðurstöður settar fram með myndrænum hætti og í töflum þar sem finna má svör eftir helstu þjóðernum og markaðssvæðum. Tenging er inn á töflusett í Excel með frekari greiningu gagna eftir fleiri bakgrunnsbreytum og tímabilum. Sex þjóðerni og eitt markaðssvæðiMeð útgáfunni fylgja sjö stuttar samantektir (tvíblöðungar) með helstu upplýsingum um lýðfræði, ferðahegðun og viðhorf Bandaríkjamanna, Breta, Þjóðverja, Frakka, Kanadamanna, Kínverja og Norðurlandabúa. Skoða skýrslur
Niðurstöður birtar í MælaborðinuNiðurstöður könnunarinnar birtast í Mælaborði ferðaþjónustunnar um leið og búið er að vinna úr gögnum hvers mánaðar. Könnunin er tvískipt, þ.e. við brottför á Keflavíkurflugvelli er spurt nokkurra spurninga og þeir sem samþykkja frekari þátttöku fá síðan sendan hlekk í tölvupósti með spurningalista sem svarað er eftir heimkomu.
|
Skráarviðhengi |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | Oddný Þóra Óladóttir |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Ferðavenjur |
Útgáfuár | 2019 |
Útgefandi | Ferðamálastofa |
ISBN | 978-9935-9317-3-3 |
Leitarorð | landamærakönnun, ferðamálastofa, viðhorf, útgjöld, ferðamenn, ferðavenjur, ferðahegðun, fjöldi ferðamanna, tölfræði, talnaefni, talningar, hagstofan |