Erlendir ferðamenn á Íslandi 2019: Lýðfræði, ferðahegðun og viðhorf
Nánari upplýsingar | |
---|---|
Titill | Erlendir ferðamenn á Íslandi 2019: Lýðfræði, ferðahegðun og viðhorf |
Lýsing | Skýrslan "Erlendir ferðamenn á Íslandi 2018: Lýðfræði, ferðahegðun og viðhorf" hefur að geyma heildarsamantekt á niðurstöðum úr könnun Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands meðal erlendra ferðamanna árið 2019. Sjá má yfirlit yfir meginiðurstöður úr langflestum spurningum sem voru lagðar fyrir ferðamenn á árinu 2019, þ.m.t. spurningar í tengslum við aðdragandann að ferð, dvalarlengd, ferðahegðun, upplifun og viðhorf til einstakra þátta ferðaþjónustunnar. Í skýrslunni eru niðurstöður settar fram með myndrænum hætti og í töflum þar sem finna má svör eftir helstu þjóðernum og markaðssvæðum, auk þess sem tenging er einn á töflur þar sem finna má niðurstöður eftir fleiri bakgrunnsbreytum. Sambærileg skýrsla kom út á síðasta ári sem byggir á niðurstöðum þeirra sem heimsóttu landið árið 2018. Niðurstöður úr könnuninni hafa verið birtar með margvíslegum hætti s.s. í Mælaborði ferðaþjónustunnar og mánaðarlegu samantektinni ,,Ferðaþjónustan í tölum“. Auk þess má nefna að niðurstöður könnunarinnar eru grunnur að mati á útgjöldum ferðamanna hjá Hagstofunni.
Greining á svörum við opnum spurningumFrekari greining á svörum við opnum spurningum í könnuninni 2019 hefur að markmiði að varpa ljósi á sköpun einstakrar upplifunar hjá ferðamönnum. Svörin voru greind með hliðsjón af eftirfarandi spurningum:
Sambærileg skýrsla kom út á síðasta ári sem byggir á niðurstöðum þeirra ferðamanna sem heimsóttu landið árið 2018. Í skýrslunni má sjá samhliða niðurstöðum greiningarinnar vísun í fjölmargar beinar tilvitnanir í ummæli þeirra ferðamanna sem svöruðu könnuninni. Mynd: Joshua Earle á Unsplash |
Skráarviðhengi | Ná í viðhengi |
Höfundar | |
---|---|
Nafn | Oddný Þóra Óladóttir |
Flokkun | |
---|---|
Flokkur | Ferðavenjur |
Útgáfuár | 2020 |
Útgefandi | Ferðamálastofa |
ISBN | 978-9935-9541-5-2 |
Leitarorð | landamærakönnun, ferðamálastofa, viðhorf, útgjöld, ferðamenn, ferðavenjur, ferðahegðun, fjöldi ferðamanna, tölfræði, talnaefni, talningar, hagstofan |